Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fer á Ákorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir fyrsta hring en hefur nú fallið niður í 43. sæti þegar aðeins lokahringurinn er eftir.
Birgir lék þriðja hringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari eftir 54 holur. Birgir fékk þrjá fulga og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann lentii í talsverðum hrakningum á 12. holu en hann lék þessa par-4 braut á níu höggum eða fimm höggum yfir pari holunnar.
Áskorendamótaröðin er önnur sterkasta mótaröðin í Evrópu og er Birgir Leifur með takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpúlfsstaðavelli fyrr í sumar og hefur verið okkar besti kylfingur um árabil. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik.
Birgir Leifur mun innan tíðar hefja keppni í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og ætlar sér einnig að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum sem er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.
Staðan í mótinu
