Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Orri Freyr Rúnarsson skrifar 3. september 2013 12:55 Spennandi tímar framundan hjá Nine Inch Nails FilmMagic Nine Inch Nails skaust fyrst fram á sjónvarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Meðal áberandi umfjöllunarefna sveitarinnar á þeim tíma voru sjálfsmorð, þrælahald og afbrigðilegar kynlífsathafnir. Þá voru eflaust ekki margir sem spáðu því að rúmum 20 árum síðar yrði hljómsveitin enn í fullu fjöri og forsprakki hennar, Trent Reznor, orðinn einn virtasti tónlistarmaður samtímans og óskarsverðlaunahafi að auki. Það er þó raunin með hljómsveitina Nine Inch Nails sem var að enda við að gefa út plötuna Hesitation Marks, sem er áttunda hljóðversplata sveitarinnar. Á þessum tveimur áratugum hefur þó mikið gengið á og um tíma var Trent Reznor orðinn forfallinn dópisti en honum var vart hugað líf eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni í London þegar að hann taldi sig vera að sjúga kókaín. Öflugt heilbrigðiskerfi Breta hélt þó lífi í kappanum og árið 2001 fór hann í meðferð og hefur Reznor haldið sig á beinu brautinni allar götur síðan og þessi fyrrum þunglyndissjúklingur hefur gengið svo langt að viðurkenna að hann sé bara nokkuð sáttur með lífið í dag.Trent ReznorNine Inch Nails snýr aftur Það var þó ekki sjálfgefið að hljómsveitin myndi halda endalaust áfram en í febrúar árið 2009 tilkynnti Trent Reznor aðdáendum Nine Inch Nails að það væri kominn tími til að láta hljómsveitina hverfa í einhvern tíma og gaf þannig til kynna að hljómsveitin hefði slegið sína síðustu hljóma. Stuttu síðar gaf Reznor ögn meira af sér og tilkynnti að Nine Inch Nails myndi ekki koma oftar fram á tónleikum en myndi þó halda áfram að gefa út efni. Því næst hellti Reznor sér í ýmis konar hliðaverkefni og hlaut hann m.a. Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Social Network. Framtíðin var því ekkert gríðarlega björt fyrir aðdáendur Nine Inch Nails enda leit út fyrir að Trent Reznor hefði afar lítinn tíma til að hugsa um hljómsveitina. Það var svo á síðasta ári að Trent Reznor mætti í útvarpsviðtal og tjáði hlustendum að næstu mánuðir hjá honum yrðu tileinkaðir Nine Inch Nails og möguleiki væri á því að hljómsveitin myndi koma aftur fram á tónleikum. Það var svo í febrúar síðastliðnum, fjórum árum eftir að hljómsveitin tók sér hlé, að tilkynning barst um nýja tónleikaferð og stuttu síðar kom tilkynning frá sjálfum Reznor þar sem hann tjáði aðdáendum að ný plata væri tilbúin og nú væri næsta verkefni að hóa í hljóðfæraleikara og hefja stífar æfingar til að koma hljómsveitinni í form fyrir stórt tónleikaferðalag. Það gekk þó ekki alveg þrautarlaust að koma nýrri hljómsveit saman en Trent Reznor virðist ekki vera barnanna bestur þegar kemur að mannlegum samskiptum og áður en að tónleikaferðin hófst höfðu tveir meðlimir þegar hætt við að ferðast með hljómsveitinni og því þurfti að ráða inn tvö nýja hljóðfæraleikara. Nine Inch Nails - Hesitation MarksNýtt efni lítur dagsins ljós Í byrjun sumars var svo loks komið að því að leyfa aðdáendum Nine Inch Nails að heyra nýtt efni en þá kom smáskífan Came Back Haunted út og hlaut hún góðar viðtökur. Stuttu síðar voru tvö lög í viðbót gefin út með afar stuttu millibili, það voru lögin Copy of A og Everything. Það var svo 2. september 2013 að nýja platan, Hesitation Marks, leit dagsins ljós og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Gagnrýnendur jafnt sem aðdáendur eru afar hrifnir af plötunni og hefur hún víðast hvar fengið hreint út sagt frábæra dóma. Eins og vanalega hjá Nine Inch Nails er kafað í skuggahliðar mannlífsins og er platan Hesitation Marks engin undantekning á því eins og nafn plötunnar gefur til kynna. En Hesitation Marks er samheiti yfir sár sem einstaklingar í sjálfsmorðshugleiðingu veita sjálfum sér þegar að þeir kanna bit á t.d. hnífum. Svartsýnin er þó ekki alveg allsráðandi á þessari nýju plötu en Nine Inch Nails sýna að vissu leyti á sér nýjar og ögn bjartari hliðar og er lagið Everything eflaust skýrasta dæmið um hin nýja tón. Platan Hesitation Marks verður einmitt X-plata dagsins í dag, 3. September, á milli klukkan 14-18. Golden Globes Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Keyrir ekki um á Range Rover Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon
Nine Inch Nails skaust fyrst fram á sjónvarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Meðal áberandi umfjöllunarefna sveitarinnar á þeim tíma voru sjálfsmorð, þrælahald og afbrigðilegar kynlífsathafnir. Þá voru eflaust ekki margir sem spáðu því að rúmum 20 árum síðar yrði hljómsveitin enn í fullu fjöri og forsprakki hennar, Trent Reznor, orðinn einn virtasti tónlistarmaður samtímans og óskarsverðlaunahafi að auki. Það er þó raunin með hljómsveitina Nine Inch Nails sem var að enda við að gefa út plötuna Hesitation Marks, sem er áttunda hljóðversplata sveitarinnar. Á þessum tveimur áratugum hefur þó mikið gengið á og um tíma var Trent Reznor orðinn forfallinn dópisti en honum var vart hugað líf eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni í London þegar að hann taldi sig vera að sjúga kókaín. Öflugt heilbrigðiskerfi Breta hélt þó lífi í kappanum og árið 2001 fór hann í meðferð og hefur Reznor haldið sig á beinu brautinni allar götur síðan og þessi fyrrum þunglyndissjúklingur hefur gengið svo langt að viðurkenna að hann sé bara nokkuð sáttur með lífið í dag.Trent ReznorNine Inch Nails snýr aftur Það var þó ekki sjálfgefið að hljómsveitin myndi halda endalaust áfram en í febrúar árið 2009 tilkynnti Trent Reznor aðdáendum Nine Inch Nails að það væri kominn tími til að láta hljómsveitina hverfa í einhvern tíma og gaf þannig til kynna að hljómsveitin hefði slegið sína síðustu hljóma. Stuttu síðar gaf Reznor ögn meira af sér og tilkynnti að Nine Inch Nails myndi ekki koma oftar fram á tónleikum en myndi þó halda áfram að gefa út efni. Því næst hellti Reznor sér í ýmis konar hliðaverkefni og hlaut hann m.a. Golden Globe og Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Social Network. Framtíðin var því ekkert gríðarlega björt fyrir aðdáendur Nine Inch Nails enda leit út fyrir að Trent Reznor hefði afar lítinn tíma til að hugsa um hljómsveitina. Það var svo á síðasta ári að Trent Reznor mætti í útvarpsviðtal og tjáði hlustendum að næstu mánuðir hjá honum yrðu tileinkaðir Nine Inch Nails og möguleiki væri á því að hljómsveitin myndi koma aftur fram á tónleikum. Það var svo í febrúar síðastliðnum, fjórum árum eftir að hljómsveitin tók sér hlé, að tilkynning barst um nýja tónleikaferð og stuttu síðar kom tilkynning frá sjálfum Reznor þar sem hann tjáði aðdáendum að ný plata væri tilbúin og nú væri næsta verkefni að hóa í hljóðfæraleikara og hefja stífar æfingar til að koma hljómsveitinni í form fyrir stórt tónleikaferðalag. Það gekk þó ekki alveg þrautarlaust að koma nýrri hljómsveit saman en Trent Reznor virðist ekki vera barnanna bestur þegar kemur að mannlegum samskiptum og áður en að tónleikaferðin hófst höfðu tveir meðlimir þegar hætt við að ferðast með hljómsveitinni og því þurfti að ráða inn tvö nýja hljóðfæraleikara. Nine Inch Nails - Hesitation MarksNýtt efni lítur dagsins ljós Í byrjun sumars var svo loks komið að því að leyfa aðdáendum Nine Inch Nails að heyra nýtt efni en þá kom smáskífan Came Back Haunted út og hlaut hún góðar viðtökur. Stuttu síðar voru tvö lög í viðbót gefin út með afar stuttu millibili, það voru lögin Copy of A og Everything. Það var svo 2. september 2013 að nýja platan, Hesitation Marks, leit dagsins ljós og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Gagnrýnendur jafnt sem aðdáendur eru afar hrifnir af plötunni og hefur hún víðast hvar fengið hreint út sagt frábæra dóma. Eins og vanalega hjá Nine Inch Nails er kafað í skuggahliðar mannlífsins og er platan Hesitation Marks engin undantekning á því eins og nafn plötunnar gefur til kynna. En Hesitation Marks er samheiti yfir sár sem einstaklingar í sjálfsmorðshugleiðingu veita sjálfum sér þegar að þeir kanna bit á t.d. hnífum. Svartsýnin er þó ekki alveg allsráðandi á þessari nýju plötu en Nine Inch Nails sýna að vissu leyti á sér nýjar og ögn bjartari hliðar og er lagið Everything eflaust skýrasta dæmið um hin nýja tón. Platan Hesitation Marks verður einmitt X-plata dagsins í dag, 3. September, á milli klukkan 14-18.
Golden Globes Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Keyrir ekki um á Range Rover Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon