Bílar

Rafbílar – staða og framtíðarhorfur

Finnur Thorlacius skrifar
Rafbíllinn Mitsubishi iMiEV
Rafbíllinn Mitsubishi iMiEV
Það eru margir áratugir síðan fyrsti rafmagnsbíllinn ók um götur Reykjavíkur. Saga þeirra er þó miklu eldri og í upphafi síðustu aldar var næstum helmingur allra bíla í heiminum rafmagnsknúnir, enda töldu fróðir menn að uppbygging innviða fyrir olíudreifingu mundi aldrei verða að veruleika. Það var síðan ekki fyrr en 1999 sem rafmagnsbílar komu í einhverju mæli til landsins þegar 10 Peugeot bílar voru fluttir til landsins. Í viðtali við Jón Björn Skúlason framkvæmdastjóra Íslenskrar NýOrku kemur eftirfarandi fram um stöðu og framtíðarhorfur rafbíla.

Framþróun og bjöguð umræða

Veruleg framþróun hefur átt sér stað frá því þessir fyrstu bílar komu til landsins. Fyrst og fremst eru rafgeymarnir orðnir mun áreiðanlegri, líftími þeirra hefur lengst og bjóða flestir framleiðendur 5 ára ábyrgð á geymunum. Þeir eru nánast að fullu endurvinnanlegir, gæði bílanna er almennt svipað því sem gengur og gerist með hefðbundna bíla. Ennfremur eru þeir mun léttari en áður. Verðið hefur ekki lækkað mikið en er þó heldur á niðurleið. Bílarnir eru tilbúnir fyrir það verkefni sem þeir voru hannaðir fyrir, þ.e. innanbæjarakstur og akstur styttri vegalengda.

Flestir nýju bílanna hafa við íslenskar aðstæður 70-120 km drægi eftir veðri sem ætti að vera nægjanlegt fyrir flesta. Umræðan um þessa bíla hefur verið óeðlileg í fjölmiðlum síðustu ár. Talað hefur verið um að hundruð eða þúsundir bíla séu væntanlegir og að þeir geti keyrt 150-300 km á hleðslu. Það eru jú til bílar sem komast 300 km á hleðslu en það eru sérsmíðaðir bílar sem ólíklegt er að hinn hefðbundni neytandi muni kaupa á næstunni enda helst verð og drægi nokkuð vel í hendur þar sem rafgeymarnir eru dýrasti hluti bílsins, eða 30-50%.

Góð reynsla

Þeir rafbílar sem nú eru á markaði hafa reynst vel. Ljóst er að þær skattalækkanir sem ríkisvaldið innleiddi  á síðasta ári hafa skilað sér vel í verði bílanna og eruódýrir miðað við nágrannalöndin. Þeir sem hyggjast kaupa slíka bíla en ætla að bíða þar til bílarnir lækka mikið í verði eða að drægi þeirra aukist verulega gætu þó þurft að bíða lengi. Líklegt verður að teljast að bílarnir lækki lítið í verði á næstu árum. Einnig er ólíklegt að drægi bílanna aukist verulega á næstu árum, kannski 10-20%.

Þrátt fyrir að verðlag bílanna sé hagstætt og rekstrarkostnaður lágur, eða 40-50.000 krónur fyrir 15.000 km á ári, hefur salan á árinu verðið dræm. Tæplega 20 nýir rafmagnsbílar voru nýskráðir á síðasta ári. Bílgreinasambandið spáði nýlega að áætla mætti að 50 bílar yrðuskráðir á þessu ári og síðan gæti fjöldinn orðið um og yfir 100 á ári, eða ca. 1% markaðarins. Norðmenn eru heimsmeistarar í kaupum rafmagnsbíla,með 2,5-3,5% allra seldra nýrra bíla.

Framtíðarhorfur

Almennt er talið að jarðefnaeldsneyti verði einn af aðalorkugjöfunum í samgöngum langt fram eftir þessari öldenda rúmlega 99,9% bílaflota heimsins, um milljarður bíla er knúinnjarðefnaeldsneyti. Ljóst er hins vegar að mikil gerjun á sér stað um þessar mundir í þróun  á nýju eldsneyti og nýrri vélatækni fyrir bíla. Það vill gjarnan gleymast í umræðunni að mikil breyting hefur átt sér stað í hönnun bensín- og dísilvéla á síðustu árum og eyðsla þeirra og útblástur koltvísýrings hefur minnkað stórlega.

Það er þó líklegt að á Íslandi verði lang stærsti bílaflotinn enn knúin jarðefnaeldsneyti talsvert fram yfir 2025. Markmið opinberra aðila er að minnsta kosti 10% alls eldsneytisí landsamgöngum verði vistvænt fyrir 2020. Með samhentu átaki er mögulegt að það takist, en mikilvægt að opinberir aðilar sýni gott fordæmi í nýtingu slíkra bíla.






×