Ákveðið hefur verið að halda aukatónleika með bandaríska söngvaranum Mark Lanegan í Fríkirkjunni 1. desember.
Miðar á fyrri tónleika hans 30. nóvember seldust upp á innan við sólarhring í síðustu viku og hefur eftirspurn eftir miðum á tónleikana verið mikil síðan þá.
Að sögn tónleikahaldara var söngvarinn einstaklega heillaður af áhuga landans á tónleikunum og því ekkert því til fyrirstöðu að bjóða til veislu tvö kvöld í röð.
Mark Lanegan kemur þá til með að enda tónleikaferðalag sitt um Evrópu með tvöföldum tónleikum hér á landi.
Miðaverð á seinni tónleikana er það sama og á þá fyrri og hefst miðasala stundvíslega klukkan 10.00 föstudaginn 20.september á Miði.is og í verslunum Brim.
