Fjórir leikir fóru fram í 20. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi og að venju voru öll mörk kvöldsins sýnd í Uppgjörinu í lok Pepsi-markanna en í þættinum fór Hörður Magnússon yfir leikina ásamt sérfræðingum sínum.
KR-ingar náðu fimm stiga forskoti á toppnum þökk sé 4-1 heimasigri á Fylki og því að bæði FH og Stjarnan töpuðu stigum í sínum leikjum. FH gerði 3-3 jafntefli við Val en Stjarnan tapað í Eyjum.
Blikar töpuðu síðan á heimavelli á móti Fram í fjórða leik kvöldsins en bikarmeistararnir losnuðu þar með endanlega við falldrauginn um leið og þeir sáu nánast til þess að Blikar verða ekki í Evrópukeppninni á næsta ári.
Það er hægt að sjá öll mörk gær kvöldsins með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi-mörkin: Glæsimörk KR-inga og öll hin mörkin í gær
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti



Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn



Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti