Edda Garðarsdóttir endaði knattspyrnuferilinn um helgina á því að hjálpa Val að ná öðru sætinu í Pepsi-deild kvenna. Þetta var í þrettánda sinn á ferlinum þar sem lið hennar endaði í tveimur efstu sætunum í úrvalsdeild kvenna.
Edda varð sex sinnum Íslandsmeistari með KR (5 sinnum) og Breiðabliki en þetta voru sjöundu silfurverðlaunin sem hún fær um hausinn.
Edda hefur frá og með árinu 1996 aðeins einu sinni spilað með liði sem náði ekki verðlaunasæti á Íslandsmóti kvenna en það var sumarið 2004 þegar KR-liðið endaði í þriðja sæti.
Edda skoraði í tveimur síðustu deildarleikjum sínum með Val en Valsliðið náði í 22 af 27 stigum í boði síðan að Edda kom inn í liðið eftir Evrópumótið í Svíþjóð.
Verðlaun Eddu Garðarsdóttur á Íslandsmóti kvenna:
Íslandsmeistari - 6 sinnum
1997, 1998, 1999, 2002, 2003 og 2005 (Breiðablik)
Silfurverðlaun - 7 sinnum
1996, 2000, 2001, 2006 (Breiðablik), 2007, 2008 og 2013 (Valur).
Edda þrettán sinnum í verðlaunasæti á Íslandsmótinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti





Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn

Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn

