Edda Garðarsdóttir hætt í knattspyrnu 16. september 2013 10:20 Edda Garðarsdóttir mynd / stefán Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna tímabundið í það minnsta en leikmaðurinn staðfesti þetta í samtali við mbl.is. Edda er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi og lék sinn síðasta leik með Val gegn Selfossi á laugardaginn. Þar skoraði miðjumaðurinn eitt mark í 4-0 sigri liðsins sem tryggði sér annað sætið í Pepsi-deildinni. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli í hné og tekur því þessa ákvörðun.„Já, ég er hætt, þetta er orðið gott. Ég elska fótbolta og væri alveg til í að halda áfram en til þess þyrfti ég að fá einhvern kraftaverkalækni til að laga á mér hnéð. Ég hef verið í veseni með það í tvö ár, mér hefur tekist að spila mest allan tímann, en þyrfti að gera mikið til að halda mér áfram í góðri æfingu," sagði Edda við mbl.is. „Ég er bara sátt við þessa ákvörðun, þetta er góður tími til að draga sig í hlé. Ég var bara 14 ára þegar ég spilaði fyrst með meistaraflokki, þetta er því orðið 21 ár þar, sem er ágætt. Ég spilaði í Bandaríkjunum, Danmörku, Svíþjóð og Englandi og er sátt við minn feril og að hætta núna," sagði Edda við mbl.is.Á sínum ferli lék Edda með KR, Breiðabliki, Örebro, Chelsea og að lokum Val. Edda á að baki 103 landsleiki fyrir Íslands hönd en leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðið sem tók þátt á Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.„Ætli ég hjálpi ekki eitthvað til með styrktaræfingar hjá Valsliðinu í vetur og svo fer ég örugglega út í þjálfun á einhverjum tímapunkti. Ég er allavega búin með UEFA-B prófið en þarf að bæta meiru við. Það hefur svo sem verið haft samband við mig varðandi þjálfun á síðustu árum en ég er ekki með nein tilboð eða farin að huga að slíku af neinni alvöru ennþá," sagði Edda Garðarsdóttir.Markvörðurinn Þóra B. Helgadóttir sendir Eddu kveðju á Twitter sem má sjá hér að neðan.@eddagardars sorg í hjarta mín kæra en til hamingju með stórkoslegan feril. Ég á eftir að sakna þín svo mikið #legend— Thora Helgadottir (@thorahelga) September 16, 2013
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira