Tiger var refsað fyrir að boltinn hans hreyfðist lítillega til þegar hann færði frá lausung utan brautar. Atvikið má sjá á myndbandinu hér að neðan en ESPN er meðal miðla sem fjalla um málið.
Tiger fékk ekki að vita af refsingunni fyrr en að hringnum loknum. Hann taldi sig hafa parað holuna en fékk þess í stað tvöfaldan skolla.
Tiger ræddi ekki við blaðamenn eftir hringinn. Dómarinn Slugger White staðfesti þó að Tiger hefði mótmælt dómnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tiger lendir í að fá tvö högg í refsingu á árinu.
Bandarískir blaðamenn á svæðinu segja að Tiger hafi brugðist illa við og meðal annars slegið fast í skúr á svæðinu.