Íslandsmeistarar Stjörnunnar munu veita bikarnum viðtöku að loknum leik liðsins gegn Breiðabliki á sunnudaginn.
Upphaflega átti lokaumferðin að fara fram á mánudaginn en mótanefnd KSÍ ákvað að flýta umferðinni um einn dag. Allir leikirnir hefjast klukkan 13.
Bein útsending verður frá grannaslag Stjörnunnar og Blika á Samsung-vellinum í Garðabæ. Leikurinn verður bæði sýndur á Stöð 2 Sport og á Vísi.
Næstsíðasta umferðin fer fram annað kvöld. Allir leikirnir hefjast klukkan 17.30. Viðureign Breiðabliks og Þórs/KA verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 og Vísi.
Staðan í Pepsi-deild kvenna.
Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna færð til sunnudags
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
