Tónleikaröðin Sérfræðingar að Sunnan! hefst í kvöld með tónleikum hljómsveitarinnar Kimono í Hofi á Akureyri. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og sér eyfirska hljómsveitin Buxnaskjónar um upphitun.
Tónleikar í tónleikaröðinni verða mánaðarlega fram að áramótum og tilgangurinn er að spyrða saman norðlensku og sunnlensku tónlistarfólki og búa til öflugan grundvöll að frekari samvinnu milli íslensks tónlistarfólks.
Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur en námsmenn fá 25% afslátt. Miðasala fer fram á vef Hofs, Menningarhus.is
