Meirihluti laganna berst á síðasta skiladegi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. september 2013 16:16 Hera Ólafsdóttir er verkefnastjóri Söngvakeppinnar. Skilafrestur á lögum til þáttöku í Söngvakeppninni 2014 rennur út þann 7. október. Í fyrra var slegið met í innsendum lögum en alls bárust 240 lög í keppnina. Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri Söngvakeppinnar, segir lítið af lögum komin inn, enda sé það yfirleitt þannig að meirihluti laganna berist á síðasta skiladegi. „Síðast þegar ég gáði voru komin eitthvað um tíu umslög en svo verður væntanlega biðröð í afgreiðslunni síðasta daginn. Þannig er það alltaf,“ segir Hera en í ár má hver einstaklingur aðeins senda tvö lög í keppnina í stað þriggja. „Þetta er smá tilraun. Við vildum komast hjá því að lenda kannski í því að sami höfundur sé með þrjú lög af tólf í sjálfri keppninni eins og hefur gerst. Það er skemmtilegra að hafa fjölbreytni og svo teljum við líka mikilvægt að fólk geti vandað sig við færri lög. En svo ef lagið kemst ekki inn er ekkert sem segir að ekki megi senda það inn aftur að ári.“Milljón í verðlaun Hera segir innsend lög mislangt á leið komin, sum þeirra séu hráar tilraunaupptökur og önnur séu meira unnin, en valnefndin sé skipuð fagfólki sem hafi hæfileika til að hlusta framhjá því. „Við erum bara að leita að lagi til byrja með, en mikilvægt er að upptaka gefi góða mynd af því hvernig lagið er,“ segir Hera og bætir því við að allur gangur sé á því hvort höfundar flytji lög sín sjálfir á upptökunum eða fái aðra til þess. „Mjög oft er það ekki sami söngvari sem syngur inn á demóið og sem flytur lagið þegar það kemst áfram. Stundum eru þetta höfundarnir sjálfir, stundum fá þeir vini til að syngja fyrir sig, ýmist þekkta eða óþekkta.“ Þá er í fyrsta sinn í sögu Söngvakeppninnar verðlaunafé í boði en sigurvegarinn mun hljóta eina milljón í peningaverðlaun. Þau verðlaun bætast við þá upphæð sem sigurvegarinn fær til þess að vinna lagið, sinna markaðsmálum og öðru, og er hugsað sem hreint verðlaunafé sem hefur ekkert með vinnslu lagsins að gera. Sigurvegari Söngvakeppninnar mun síðan taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Kaupmannahöfn dagana 6. til 10. maí næsta vor. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Skilafrestur á lögum til þáttöku í Söngvakeppninni 2014 rennur út þann 7. október. Í fyrra var slegið met í innsendum lögum en alls bárust 240 lög í keppnina. Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri Söngvakeppinnar, segir lítið af lögum komin inn, enda sé það yfirleitt þannig að meirihluti laganna berist á síðasta skiladegi. „Síðast þegar ég gáði voru komin eitthvað um tíu umslög en svo verður væntanlega biðröð í afgreiðslunni síðasta daginn. Þannig er það alltaf,“ segir Hera en í ár má hver einstaklingur aðeins senda tvö lög í keppnina í stað þriggja. „Þetta er smá tilraun. Við vildum komast hjá því að lenda kannski í því að sami höfundur sé með þrjú lög af tólf í sjálfri keppninni eins og hefur gerst. Það er skemmtilegra að hafa fjölbreytni og svo teljum við líka mikilvægt að fólk geti vandað sig við færri lög. En svo ef lagið kemst ekki inn er ekkert sem segir að ekki megi senda það inn aftur að ári.“Milljón í verðlaun Hera segir innsend lög mislangt á leið komin, sum þeirra séu hráar tilraunaupptökur og önnur séu meira unnin, en valnefndin sé skipuð fagfólki sem hafi hæfileika til að hlusta framhjá því. „Við erum bara að leita að lagi til byrja með, en mikilvægt er að upptaka gefi góða mynd af því hvernig lagið er,“ segir Hera og bætir því við að allur gangur sé á því hvort höfundar flytji lög sín sjálfir á upptökunum eða fái aðra til þess. „Mjög oft er það ekki sami söngvari sem syngur inn á demóið og sem flytur lagið þegar það kemst áfram. Stundum eru þetta höfundarnir sjálfir, stundum fá þeir vini til að syngja fyrir sig, ýmist þekkta eða óþekkta.“ Þá er í fyrsta sinn í sögu Söngvakeppninnar verðlaunafé í boði en sigurvegarinn mun hljóta eina milljón í peningaverðlaun. Þau verðlaun bætast við þá upphæð sem sigurvegarinn fær til þess að vinna lagið, sinna markaðsmálum og öðru, og er hugsað sem hreint verðlaunafé sem hefur ekkert með vinnslu lagsins að gera. Sigurvegari Söngvakeppninnar mun síðan taka þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni sem haldin verður í Kaupmannahöfn dagana 6. til 10. maí næsta vor.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira