Það hefur færst í aukana að knattspyrnumenn séu með húðflúr og jafnvel þó nokkuð mörg þeirra.
Nýliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu Guðlaugur Victor Pálsson er með eitt slíkt þar sem hann skartar nokkuð fallegri uglu.
Leikmaðurinn var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn og mun vera í landsliðshópnum í leikjunum gegn Kýpur og Norðmönnum í undankeppni HM sem fram fara þann 11. og 15. október.
Kári Árnason, liðsfélagi Guðlaugs hjá íslenska landsliðinu, birti í dag heldur skemmtilega mynd af Guðlaugi á Instagram síðu sinni en hann ku vera með eins húðflúr og sjálfur Justin Bieber. Meðmæli eða ekki, maður spyr sig?
Guðlaugur Victor með eins húðflúr og Justin Bieber
Stefán Árni Pálsson skrifar
