Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 23-35 | Florentina í stuði Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 8. október 2013 16:39 Florentina Stanciu. Mynd/Vilhelm Stjörnustúlkur sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í kvöld en Eyjastúlkur áttu aldrei möguleika gegn sterku liði gestanna. Gestirnir voru betri á öllum sviðum en þar má helst nefna markvörslu þar sem að Florentina Stanciu tók 14 skot en auk þess varði Hildur Guðmundsdóttir 8, þar af 2 vítaköst. Leikurinn endaði 23-35 en þjálfarar beggja liða leyfðu ungum stelpum að spreyta sig í kvöld. Leikurinn hófst af miklum krafti en Stjörnustúlkur tóku undirtökin snemma og komust í 2-4 eftir tólf mínútur en mikið var um baráttu og leikgleði hjá stelpunum í byrjun leiks. Eyjastúlkum tókst að jafna en þá spýttu Stjörnustelpurnar heldur betur í lófana og komust þremur mörkum yfir í stöðuna 4-7 og 7-10. Munurinn varð mest sjö mörk í fyrri hálfleik en það var þegar Solveig Lára kom gestunum í 9-16. Hálfleiksræðan hjá þjálfurum heimakvenna hefur greinilega ekki gert gæfumuninn. Stjörnustúlkur skoruðu fimm fyrstu mörkin í seinni hálfleik og má segja að þær hafi siglt sigrinum heim með því, á þeim tíma varði Hildur Guðmundsdóttir tvö víti frá Veru Lopes sem að var sjóðandi heit í fyrri hálfleiknum og skoraði þar tíu mörk, en náði ekki að koma sér á blað í seinni hálfleik. Seinustu mínútur leiksins má segja að varalið liðanna hafi verið að spila en ungar stelpur skoruðu nokkur mörk fyrir Eyjastelpur, þar má nefna Örnu Þyrí Ólafsdóttur og Sóley Haraldsdóttur en þær eru á sextánda og sautjánda aldursári. Leiknum lauk eins og áður segir með tólf marka sigri Stjörnunnar sem að halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni en þær hafa ekki tapað leik eftir þrjár umferðir. Eyjastúlkur hafa hinsvegar tapað tveimur leikjum og sigrað tvo.Jón Gunnlaugur: Þetta var flenging „Þetta var flenging, við gerðum bara ekkert af því sem við lögðum upp með að gera. Við erum með 18 tapaða bolta í leiknum, maður vinnur ekki svoleiðis leiki,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson annar þjálfara Eyjamanna eftir tap sinna kvenna gegn Stjörnunni í Vestmannaeyjum. „Við höngum inni í þessu í fyrri hálfleik af því að Vera Lopes skorar tíu mörk af okkar þrettán. Hún var sú eina sem skaut á markið, hinar þorðu ekki að skjóta á Florentinu, það er ekkert flóknara en það,“ bætti Gulli við en Florentina Stanciu varði 12 skot í fyrri hálfleiknum. „Ef að við ætlum að ná eitthvað lengra þá þurfum við fyrst að hreinsa hausinn, núna erum við búnar að spila við Floru og það var greinilega ágætis biti fyrir svona stelpur að spila á móti henni,“ sagði Gulli jafnframt en Florentina spilaði auðvitað með Eyjastelpunum í fyrra og þekkir augljóslega vel inná þær flestar. „Það gekk ekkert upp hjá okkur í dag, en við erum búnar að spila á móti sterkustu liðunum og við sjáum hvar við stöndum. Við erum skrefi á eftir Val og skrefi á eftir Stjörnunni, það þarf allt að ganga upp hjá okkur til þess að vinna þessi lið.“Skúli: Mun betri úrslit en ég bjóst við „Þetta var frábær seinni hálfleikur, fyrri hálfleikurinn var eins og við bjuggumst við, erfið viðureign og pínu taugaspenningur í mínum stelpum en mikil barátta. Við spilum svo frábæran seinni hálfleik og frábæra vörn, þetta voru mun betri úrslit en ég bjóst við í kvöld,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var að vonum gríðarlega sáttur með sínar stelpur í kvöld. Skúli segir vörn liðsins hafa verið flotta og að það sé aðal ástæðan fyrir því að Stjörnustúlkur taki tvö stig úr þessum leik. „Þær skoruðu ekki mark fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, þá klárum við leikinn með frábærri vörn og góðum karakter.“ „Við erum að glíma með mörg erfið lið, sérstaklega Valur, Íslandsmeistararnir frá því í fyrra og ÍBV sem að eru með mjög gott lið, en við viljum að sjálfsögðu spila í toppbaráttunni,“ segir Skúli en hann er á því að Eyjastúlkur hafi átt einn sinn versa leik í dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira
Stjörnustúlkur sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í kvöld en Eyjastúlkur áttu aldrei möguleika gegn sterku liði gestanna. Gestirnir voru betri á öllum sviðum en þar má helst nefna markvörslu þar sem að Florentina Stanciu tók 14 skot en auk þess varði Hildur Guðmundsdóttir 8, þar af 2 vítaköst. Leikurinn endaði 23-35 en þjálfarar beggja liða leyfðu ungum stelpum að spreyta sig í kvöld. Leikurinn hófst af miklum krafti en Stjörnustúlkur tóku undirtökin snemma og komust í 2-4 eftir tólf mínútur en mikið var um baráttu og leikgleði hjá stelpunum í byrjun leiks. Eyjastúlkum tókst að jafna en þá spýttu Stjörnustelpurnar heldur betur í lófana og komust þremur mörkum yfir í stöðuna 4-7 og 7-10. Munurinn varð mest sjö mörk í fyrri hálfleik en það var þegar Solveig Lára kom gestunum í 9-16. Hálfleiksræðan hjá þjálfurum heimakvenna hefur greinilega ekki gert gæfumuninn. Stjörnustúlkur skoruðu fimm fyrstu mörkin í seinni hálfleik og má segja að þær hafi siglt sigrinum heim með því, á þeim tíma varði Hildur Guðmundsdóttir tvö víti frá Veru Lopes sem að var sjóðandi heit í fyrri hálfleiknum og skoraði þar tíu mörk, en náði ekki að koma sér á blað í seinni hálfleik. Seinustu mínútur leiksins má segja að varalið liðanna hafi verið að spila en ungar stelpur skoruðu nokkur mörk fyrir Eyjastelpur, þar má nefna Örnu Þyrí Ólafsdóttur og Sóley Haraldsdóttur en þær eru á sextánda og sautjánda aldursári. Leiknum lauk eins og áður segir með tólf marka sigri Stjörnunnar sem að halda áfram sigurgöngu sinni í deildinni en þær hafa ekki tapað leik eftir þrjár umferðir. Eyjastúlkur hafa hinsvegar tapað tveimur leikjum og sigrað tvo.Jón Gunnlaugur: Þetta var flenging „Þetta var flenging, við gerðum bara ekkert af því sem við lögðum upp með að gera. Við erum með 18 tapaða bolta í leiknum, maður vinnur ekki svoleiðis leiki,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson annar þjálfara Eyjamanna eftir tap sinna kvenna gegn Stjörnunni í Vestmannaeyjum. „Við höngum inni í þessu í fyrri hálfleik af því að Vera Lopes skorar tíu mörk af okkar þrettán. Hún var sú eina sem skaut á markið, hinar þorðu ekki að skjóta á Florentinu, það er ekkert flóknara en það,“ bætti Gulli við en Florentina Stanciu varði 12 skot í fyrri hálfleiknum. „Ef að við ætlum að ná eitthvað lengra þá þurfum við fyrst að hreinsa hausinn, núna erum við búnar að spila við Floru og það var greinilega ágætis biti fyrir svona stelpur að spila á móti henni,“ sagði Gulli jafnframt en Florentina spilaði auðvitað með Eyjastelpunum í fyrra og þekkir augljóslega vel inná þær flestar. „Það gekk ekkert upp hjá okkur í dag, en við erum búnar að spila á móti sterkustu liðunum og við sjáum hvar við stöndum. Við erum skrefi á eftir Val og skrefi á eftir Stjörnunni, það þarf allt að ganga upp hjá okkur til þess að vinna þessi lið.“Skúli: Mun betri úrslit en ég bjóst við „Þetta var frábær seinni hálfleikur, fyrri hálfleikurinn var eins og við bjuggumst við, erfið viðureign og pínu taugaspenningur í mínum stelpum en mikil barátta. Við spilum svo frábæran seinni hálfleik og frábæra vörn, þetta voru mun betri úrslit en ég bjóst við í kvöld,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var að vonum gríðarlega sáttur með sínar stelpur í kvöld. Skúli segir vörn liðsins hafa verið flotta og að það sé aðal ástæðan fyrir því að Stjörnustúlkur taki tvö stig úr þessum leik. „Þær skoruðu ekki mark fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik, þá klárum við leikinn með frábærri vörn og góðum karakter.“ „Við erum að glíma með mörg erfið lið, sérstaklega Valur, Íslandsmeistararnir frá því í fyrra og ÍBV sem að eru með mjög gott lið, en við viljum að sjálfsögðu spila í toppbaráttunni,“ segir Skúli en hann er á því að Eyjastúlkur hafi átt einn sinn versa leik í dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur tæpur fyrir leik dagsins Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjá meira