Þorlákur Árnason, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu kvenna, verður ekki áfram með liðið.
Þorlákur stýrði liði Stjörnunnar í átján sigurleikjum í röð í deildinni í sumar. Aldrei áður hefur lið farið í gegnum tíu liða deild kvenna í efstu deild og unnið sigur í öllum leikjum sínum.
Einar Páll Tamini, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, staðfestir í samtali við Fótbolti.net að ákvörðunin hafi verið tekin í fullri sátt.
Þorlákur hefur gert Stjörnuna tvívegis að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum á þremur árum í Garðabænum. Þorlákur er einnig þjálfari 17 ára landsliðs drengja í knattspyrnu.
