Sportspjallið: Ólafur Stefánsson | Ég er enginn þjálfari í dag 3. október 2013 12:01 Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira