Baggalútur hefur tilkynnt um ferna jólatónleika í Háskólabíói dagana 6., 7., 20. og 21. desember. Einnig verða tónleikar í Hofi á Akureyri 13. desember.
Miðasala á tónleikana í Háskólabíói hefst á föstudag á Midi.is. Sala er þegar hafin á tónleikana í Akureyri.
Grallararnir í Baggalúti eru nýkomnir heim frá Nashville þar sem þeir tóku upp nýja plötu. Fyrsta lagið sem hljómar af henni nefnist Mamma þarf að djamma og er sungið af Jóhönnu Guðrúnu.
Ritstjórn vefsíðu fjölmiðlaarms Baggalútssamsteypunnar, Baggalutur.is, snýr aftur úr sumarfríi mánudaginn 7. október.
Baggalútur með fimm jólatónleika
