Bylting í meðhöndlun verkja? Óskar Hallgrímsson skrifar 1. október 2013 16:30 Kínverska rauðhöfða margfætlan. Ný byltingarkennd verkjalyf sem unnin eru úr eitri kínversku rauðhöfðamargfætlunnar eru á leiðinni á sjónarsviðið ef marka má niðurstöður hóps vísindamanna frá Kína og Ástralíu. Vísindamennirnir hafa fundið út að prótín úr eitri margfætlunar getur haft sambærileg verkjastillandi áhrif og morfín. Þetta hefur svo verið staðfest með rannsóknum á músum. Prótínið, sem er Peptíð, breytir hegðun tauga, og einbeitir sér sérstaklega að Nav1.7 sársauka rásinni og þar sem það hefur annað skotmark til að einbeita sér að en morfín þá má nota það til þess að vinna með allan langvarandi sársauka. Í dag eru aðeins sex lyf á markaði sem unnin eru úr eitrum dýra og þar af er aðeins eitt sem er notað til þess að vinna á móti sársauka. Það er unnið úr eitri sjósnigils, en það einbeitir sér að sársauka rás í miðtaugakerfinu og þarf þess vegna að vera með ígræddan skammtara sem dælir eitrinu beint inn í mænuna. Hið nýlega uppgvötvaða peptíð virkar öðruvísi en flest verkjastillandi lyf þar sem það er staðbundið, þ.e.a.s. það virkar á taugarnar í útlimum og þarf ekki að komast í heilann til að verkun nái að koma fram. Hægt verður að taka lyfið í æð, undir húð og í töfluformi. Það besta við þessa þróun er að öfugt við morfín virkar lyfið á langvarandi verki og þarf ekki sérstaka móttakara í líkamanum. Þess í stað bælir lyfið niður taugaboð frá verknum sjálfum og viðheldur um leið allri annarri taugavirkni. Stærsta vandamálið hinsvegar við ópíóða , sem eru lyf unnin úr ópíum, er að notandinn byggir fljótlega upp þol fyrir verkun lyfsins og einnig á notandinn í stórri hættu að vera háður lyfinu með öllum þeim erfiðleikum sem fylgja lyfjafíkn. Því miður hefur það verið eini lyfjaflokkurinn sem hefur virkað til þess að bæla niður sársauka hingað til, þá með afleiður af hvor öðru. Michael Vagg, lektor hjá Deakin Háskóla í Melbourne, segir í viðtali við Medicalxpress.com að: „Lyf sem einbeitir sér eingöngu að hindra boð í Nav1.7 gæti hugsanlega verið hið fullkomna verkjalyf, þar sem að það ræðst beint á skilaboðin um verk frá vef og truflar ekki aðra tauga starfsemi...“ „Gleymið því að nota ópíóða sem verkjalyf, þetta lyf gæti verið þannig að við þurfum ekki lengur að hugsa um losa sársauka, þetta er glænýr flokkur af lyfjum“. Talað er um að klínískar rannsóknir á mönnum geti hafist innan tveggja ára. Harmageddon Mest lesið Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon
Ný byltingarkennd verkjalyf sem unnin eru úr eitri kínversku rauðhöfðamargfætlunnar eru á leiðinni á sjónarsviðið ef marka má niðurstöður hóps vísindamanna frá Kína og Ástralíu. Vísindamennirnir hafa fundið út að prótín úr eitri margfætlunar getur haft sambærileg verkjastillandi áhrif og morfín. Þetta hefur svo verið staðfest með rannsóknum á músum. Prótínið, sem er Peptíð, breytir hegðun tauga, og einbeitir sér sérstaklega að Nav1.7 sársauka rásinni og þar sem það hefur annað skotmark til að einbeita sér að en morfín þá má nota það til þess að vinna með allan langvarandi sársauka. Í dag eru aðeins sex lyf á markaði sem unnin eru úr eitrum dýra og þar af er aðeins eitt sem er notað til þess að vinna á móti sársauka. Það er unnið úr eitri sjósnigils, en það einbeitir sér að sársauka rás í miðtaugakerfinu og þarf þess vegna að vera með ígræddan skammtara sem dælir eitrinu beint inn í mænuna. Hið nýlega uppgvötvaða peptíð virkar öðruvísi en flest verkjastillandi lyf þar sem það er staðbundið, þ.e.a.s. það virkar á taugarnar í útlimum og þarf ekki að komast í heilann til að verkun nái að koma fram. Hægt verður að taka lyfið í æð, undir húð og í töfluformi. Það besta við þessa þróun er að öfugt við morfín virkar lyfið á langvarandi verki og þarf ekki sérstaka móttakara í líkamanum. Þess í stað bælir lyfið niður taugaboð frá verknum sjálfum og viðheldur um leið allri annarri taugavirkni. Stærsta vandamálið hinsvegar við ópíóða , sem eru lyf unnin úr ópíum, er að notandinn byggir fljótlega upp þol fyrir verkun lyfsins og einnig á notandinn í stórri hættu að vera háður lyfinu með öllum þeim erfiðleikum sem fylgja lyfjafíkn. Því miður hefur það verið eini lyfjaflokkurinn sem hefur virkað til þess að bæla niður sársauka hingað til, þá með afleiður af hvor öðru. Michael Vagg, lektor hjá Deakin Háskóla í Melbourne, segir í viðtali við Medicalxpress.com að: „Lyf sem einbeitir sér eingöngu að hindra boð í Nav1.7 gæti hugsanlega verið hið fullkomna verkjalyf, þar sem að það ræðst beint á skilaboðin um verk frá vef og truflar ekki aðra tauga starfsemi...“ „Gleymið því að nota ópíóða sem verkjalyf, þetta lyf gæti verið þannig að við þurfum ekki lengur að hugsa um losa sársauka, þetta er glænýr flokkur af lyfjum“. Talað er um að klínískar rannsóknir á mönnum geti hafist innan tveggja ára.
Harmageddon Mest lesið Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Slash: "Veit að það eru góðir rokkáhorfendur á Íslandi“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon