Greta Mjöll hætt í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2013 11:24 Greta Mjöll Samúelsdóttir. Mynd/Daníel Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. „Í dag opinbera ég eina stærstu og erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið," skrifar Greta Mjöll á fésbókinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni síðasta sumar og vann sér sæti í fyrsta landsliðshóp Freys Alexanderssonar. Hún hjálpaði Breiðablik síðan að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2005 þegar liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA í bikarúrslitaleiknum. „Álag og meiðsli hafa tekið sinn toll og ég hef barist við þetta hné mitt núna í 5 ár. Nú lýt ég í lægra haldi. Sársauki á hverjum degi er afar lýjandi og tekur einnig heilmikið á sálina. Ég kveð stelpurnar í Breiðablik með tár á hvarmi og söknuð í hjarta," segir Greta Mjöll í færslunni sinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir lék alls 108 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 57 mörk. Hún vann þrjá stóra titla með félaginu, Íslandsmeistaratitil 2005 og bikarmeistaratitla 2005 og 2013. „Ég gæti ekki verið stoltari af því að hafa fengið að vera fyrirliði þessa frábæra liðs og verða með þeim Bikarmeistari í sumar. Ég vil einnig þakka landsliðunum öllum fyrir dásamlega tíma frá því að ég var bara 14 ára. Svo var það auðvitað bara ómetanlegt að hafa skyndilega fengið að hoppa aftur í bláa liðið núna í haust og taka lokaskrefin með þeim í A-landsliðinu. Takk fyrir allt og Allt! ......nú er bara að leita að glugga. Greta," endar þessi litríki og skemmtilegi leikmaður færslu sína. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðabliksliðið enda Greta Mjöll í stóru hlutverki hjá Kópavogsliðinu. Greta Mjöll var fyrirliði liðsins í sumar en eins hún sagði frá hér fyrir ofan þá hefur hún misst mikið úr síðustu árin vegna erfiða hnémeiðsla. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul. „Í dag opinbera ég eina stærstu og erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég hef ákveðið að nú sé fótboltaferli mínum lokið," skrifar Greta Mjöll á fésbókinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði níu mörk í Pepsi-deildinni síðasta sumar og vann sér sæti í fyrsta landsliðshóp Freys Alexanderssonar. Hún hjálpaði Breiðablik síðan að vinna sinn fyrsta titil frá árinu 2005 þegar liðið vann 2-1 sigur á Þór/KA í bikarúrslitaleiknum. „Álag og meiðsli hafa tekið sinn toll og ég hef barist við þetta hné mitt núna í 5 ár. Nú lýt ég í lægra haldi. Sársauki á hverjum degi er afar lýjandi og tekur einnig heilmikið á sálina. Ég kveð stelpurnar í Breiðablik með tár á hvarmi og söknuð í hjarta," segir Greta Mjöll í færslunni sinni. Greta Mjöll Samúelsdóttir lék alls 108 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og skoraði í þeim 57 mörk. Hún vann þrjá stóra titla með félaginu, Íslandsmeistaratitil 2005 og bikarmeistaratitla 2005 og 2013. „Ég gæti ekki verið stoltari af því að hafa fengið að vera fyrirliði þessa frábæra liðs og verða með þeim Bikarmeistari í sumar. Ég vil einnig þakka landsliðunum öllum fyrir dásamlega tíma frá því að ég var bara 14 ára. Svo var það auðvitað bara ómetanlegt að hafa skyndilega fengið að hoppa aftur í bláa liðið núna í haust og taka lokaskrefin með þeim í A-landsliðinu. Takk fyrir allt og Allt! ......nú er bara að leita að glugga. Greta," endar þessi litríki og skemmtilegi leikmaður færslu sína. Þetta er mikið áfall fyrir Breiðabliksliðið enda Greta Mjöll í stóru hlutverki hjá Kópavogsliðinu. Greta Mjöll var fyrirliði liðsins í sumar en eins hún sagði frá hér fyrir ofan þá hefur hún misst mikið úr síðustu árin vegna erfiða hnémeiðsla.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira