Ástæðan er sú að hann er fullkomnunarsinni.
Turner segist vera fullkomnunarsinni þegar textarnir hans eru annars vegar. Þegar hann svarar spurningum fjölmiðla er hann einnig mjög passasamur og íhugar hvert orð sem hann segir. Oft leiðréttir hann sjálfan sig í miðri setningu.
"Þess vegna er ég ekki með Twitter. Það er of mikil pressa," sagði hann við The Observer.
Eini meðlimur Arctic Monkeys á Twitter er trommarinn Matt Helders. Hans fylgjendur eru 63 þúsund.