Ótrúlegar viðtökur QuizUp í Bandaríkjunum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. nóvember 2013 17:57 Þorsteinn mætti í dag á svokallað hraðstefnumót í Háskóla Íslands þar sem hann ræddi við nýja frumkvöðla. QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. Viðtökur Bandaríkjamanna virðast vera alveg ótrúlegar. Á App Store er leikurinn með fullt hús stiga og margar góðar umsagnir. „Bravo Plain Vanilla!“, „Sooo good“, This is the best quiz app ever. It has endless categories and very easy an good!“ sem þýðir á íslensku: Þetta er besta spurningaappið sem til er með endlaust af flokkum og er eintfalt í notkun.Leikurinn kom út á App Store í fyrradag. QuizUp er spurningaleikur fyrir snjallsíma og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Hann er enn sem komið er aðeins fáanlegur fyrir iPhone og iPad en er væntanlegur á Android tæki fljótlega. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn segir að leikurinn hafi farið á flug án þess að þeir hafi enn sem komið er þurft að auglýsa leikinn nokkuð að ráði. Hann segir að slíkt sé afar sjaldgæft en app markaðurinn Í Bandaríkjunum sé af mörgum talinn harðasti samkeppnismarkaður í heimi þar sem um eitt þúsund ný forrit koma inn daglega. „Það er ótrúlegt að app sem byggigr ekki á neinum þekktum vörumerkjum skuli ná svona langt á jafn stuttum tíma.“ Þegar fréttastofa náði tali af Þorsteini var hann að koma af því sem hann segir að kalla megi hraðstefnumót fyrir frumkvöðla. Stefnumótið var haldið í Háskóla Íslands fyrir tilstilli Landsbankans. Þar gátu nýir frumkvöðlar fengið ráð hjá þeim sem eldri eru og reyndari. Leikjavísir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
QuizUp er nú í þriðja sæti yfir vinsælustu öpp í Bandaríkjunum og í öðru sæti yfir mest sóttu leiki þar í landi. Viðtökur Bandaríkjamanna virðast vera alveg ótrúlegar. Á App Store er leikurinn með fullt hús stiga og margar góðar umsagnir. „Bravo Plain Vanilla!“, „Sooo good“, This is the best quiz app ever. It has endless categories and very easy an good!“ sem þýðir á íslensku: Þetta er besta spurningaappið sem til er með endlaust af flokkum og er eintfalt í notkun.Leikurinn kom út á App Store í fyrradag. QuizUp er spurningaleikur fyrir snjallsíma og er hann sá stærsti sinnar tegundar í heiminum. Í leiknum eru 150 þúsund spurningar í hátt í 300 flokkum. Hann er enn sem komið er aðeins fáanlegur fyrir iPhone og iPad en er væntanlegur á Android tæki fljótlega. Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem þróaði leikinn segir að leikurinn hafi farið á flug án þess að þeir hafi enn sem komið er þurft að auglýsa leikinn nokkuð að ráði. Hann segir að slíkt sé afar sjaldgæft en app markaðurinn Í Bandaríkjunum sé af mörgum talinn harðasti samkeppnismarkaður í heimi þar sem um eitt þúsund ný forrit koma inn daglega. „Það er ótrúlegt að app sem byggigr ekki á neinum þekktum vörumerkjum skuli ná svona langt á jafn stuttum tíma.“ Þegar fréttastofa náði tali af Þorsteini var hann að koma af því sem hann segir að kalla megi hraðstefnumót fyrir frumkvöðla. Stefnumótið var haldið í Háskóla Íslands fyrir tilstilli Landsbankans. Þar gátu nýir frumkvöðlar fengið ráð hjá þeim sem eldri eru og reyndari.
Leikjavísir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög