Í sjötta sæti á App Store Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 20:30 Íslenski spurningaleikurinn QuizUp sem kom á markað í gær er einungis einu sæti á eftir Candy Crush á lista App Store í Bandaríkjunum, en þann leik þekkja margir Íslendingar. QuizUp varð fáanlegur á App Store í gær og eru rúmlega 100.000 einstaklingar búnir að hala spurningaleiknum niður. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem hannaði og gaf út leikinn segir viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Okkar sýn þegar við byrjuðum með þetta var að reyna að búa til einhvers konar samfélagsnet sem byggði á því að láta fólk spila saman leik í mismunandi áhugamálum“, segir hann. Í dag er leikurinn sá sjötti vinsælasti á bandaríska App Store, einu sæti á eftir Candy Crush, en það hefur alltaf verið markmið Þorsteins að QuizUp komist fram úr þeim leik. „Mér finnst Candy Crush vera eitthvað svo heiladauður, en við erum að reyna að búa til leik sem er bæði skemmtilegur og fræðandi“, segir hann. Leikjavísir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Íslenski spurningaleikurinn QuizUp sem kom á markað í gær er einungis einu sæti á eftir Candy Crush á lista App Store í Bandaríkjunum, en þann leik þekkja margir Íslendingar. QuizUp varð fáanlegur á App Store í gær og eru rúmlega 100.000 einstaklingar búnir að hala spurningaleiknum niður. Þorsteinn Baldur Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem hannaði og gaf út leikinn segir viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Okkar sýn þegar við byrjuðum með þetta var að reyna að búa til einhvers konar samfélagsnet sem byggði á því að láta fólk spila saman leik í mismunandi áhugamálum“, segir hann. Í dag er leikurinn sá sjötti vinsælasti á bandaríska App Store, einu sæti á eftir Candy Crush, en það hefur alltaf verið markmið Þorsteins að QuizUp komist fram úr þeim leik. „Mér finnst Candy Crush vera eitthvað svo heiladauður, en við erum að reyna að búa til leik sem er bæði skemmtilegur og fræðandi“, segir hann.
Leikjavísir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira