A capella hljómsveitin Pentatonix hefur getið sér gott orð fyrir eigin útgáfur af lögum tónlistarmanna á borð við Beyonce og Lorde.
Pentatonix gáfu út í vikunni myndband með lögum Daft Punk á borð við Harder, Better, Faster, Stronger, Celebrate, Get Lucky og One More Time - myndbandið hefur vakið verðskuldaða athygli og er hægt að sjá hér að neðan.