Varaáætlun um jólamat! Karl Lúðvíksson skrifar 6. nóvember 2013 13:10 Gæs, rjúpa og villibráð er vinsæll jólamatur Þessi grein ætti kannski frekar að vera undir Lífið hér á Vísi en hér er ekki verið að skrifa um hvernig á að elda heldur HVAÐ á að elda ef engar rjúpur verða á borðum fyrir jólin. Ástæðan fyrir skrifunum er sú að ég horfi nú á auðar svalirnar hjá mér þar sem rjúpurnar hanga venjulega á þessum árstíma og fá að hanga áður en ég frysti þær fyrir jól. Á mínu heimili höfum við hjónin alltaf haft rjúpur og þetta er hefð hjá fjölskyldum okkar beggja. Það er bara eitthvað við að finna lyktina þegar sósan er að verða klár og bringurnar brúnast á pönnunni sem segir manni að jólin séu að koma. En ég kemst bara í einn dag til viðbótar til að ná í þessar 8 rjúpur sem við þurfum og ef það klikkar þá þurfum við að hugsa um hvað á að hafa í staðinn? Ef þetta klikkar næstu helgi þá er ég þegar farinn að hugsa um varaplan. Ég er að fara á gæs í næstu viku í akur hjá stórvini mínum Hafliða í Ármóti þar sem ég vonast til að ná í Áramótagæsina. Ég gæti fært gæsina í jólamatinn en vill helst ekki breyta út af tveimur venjum sömu jólin svo ég er að vonast til að ná í nokkrar endur sem taka þá sæti rjúpunnar, og það er allt í lagi því villt önd er alveg ofboðslega góð og slær rjúpunni ekkert við í bragði, en hún er samt ekki rjúpa. Ef það verður engin önd þá gæti ég fært gæsina eins og áður segir en þá tekur við að finna eitthvað nýtt á Gamlárskvöld. Hreindýr hef ég boðið uppá tvisvar með tengdaforeldrum mínum en ég skaut ekkert dýr núna svo ég á ekki neitt kjöt en gæti keypt það því ólíkt rjúpunni er hægt að kaupa gott hreindýrakjöt mjög víða. Svo má líka athuga annan möguleika sem margir gera og það er að skoða fjölbreytt úrvalið af erlendri villibráð í frystikistum stórmarkaðana. Kengúra, gráönd, urtönd, dádýr, skosk rjúpa og margar aðrar spennandi tegundir gætu orðið fyrir valinu. En fyrir okkur veiðimenn er þetta frekar spurning um að fá ánægjuna af því að ná í okkar eigin jólamat. Við gætum svindlað og skotið einu skoti í frosin fugl úr búðinni bara svo einhver finni hagl í matnum, það er nú alltaf svolítið jólalegt? Jólafréttir Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði
Þessi grein ætti kannski frekar að vera undir Lífið hér á Vísi en hér er ekki verið að skrifa um hvernig á að elda heldur HVAÐ á að elda ef engar rjúpur verða á borðum fyrir jólin. Ástæðan fyrir skrifunum er sú að ég horfi nú á auðar svalirnar hjá mér þar sem rjúpurnar hanga venjulega á þessum árstíma og fá að hanga áður en ég frysti þær fyrir jól. Á mínu heimili höfum við hjónin alltaf haft rjúpur og þetta er hefð hjá fjölskyldum okkar beggja. Það er bara eitthvað við að finna lyktina þegar sósan er að verða klár og bringurnar brúnast á pönnunni sem segir manni að jólin séu að koma. En ég kemst bara í einn dag til viðbótar til að ná í þessar 8 rjúpur sem við þurfum og ef það klikkar þá þurfum við að hugsa um hvað á að hafa í staðinn? Ef þetta klikkar næstu helgi þá er ég þegar farinn að hugsa um varaplan. Ég er að fara á gæs í næstu viku í akur hjá stórvini mínum Hafliða í Ármóti þar sem ég vonast til að ná í Áramótagæsina. Ég gæti fært gæsina í jólamatinn en vill helst ekki breyta út af tveimur venjum sömu jólin svo ég er að vonast til að ná í nokkrar endur sem taka þá sæti rjúpunnar, og það er allt í lagi því villt önd er alveg ofboðslega góð og slær rjúpunni ekkert við í bragði, en hún er samt ekki rjúpa. Ef það verður engin önd þá gæti ég fært gæsina eins og áður segir en þá tekur við að finna eitthvað nýtt á Gamlárskvöld. Hreindýr hef ég boðið uppá tvisvar með tengdaforeldrum mínum en ég skaut ekkert dýr núna svo ég á ekki neitt kjöt en gæti keypt það því ólíkt rjúpunni er hægt að kaupa gott hreindýrakjöt mjög víða. Svo má líka athuga annan möguleika sem margir gera og það er að skoða fjölbreytt úrvalið af erlendri villibráð í frystikistum stórmarkaðana. Kengúra, gráönd, urtönd, dádýr, skosk rjúpa og margar aðrar spennandi tegundir gætu orðið fyrir valinu. En fyrir okkur veiðimenn er þetta frekar spurning um að fá ánægjuna af því að ná í okkar eigin jólamat. Við gætum svindlað og skotið einu skoti í frosin fugl úr búðinni bara svo einhver finni hagl í matnum, það er nú alltaf svolítið jólalegt?
Jólafréttir Stangveiði Mest lesið Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði