Þegar Scott Maclachlan, umboðsmaður Lorde, sem heitir réttu nafni Ella Yelich-O'Connor, nálgaðist hana með að vinna með Guetta á hún að hafa sagt:
„Ekki séns. Hann er ógeðslegur.“
Síðasta plata upptökustjórans David Guetta heitir Nothing But the Beat og innihélt lög sem hann vann í samstarfi við Sia, Nicki Minaj, Taio Cruz, Usher, Chris Brown, Akon, Jessie J og Jennifer Hudson.
Fréttinni fylgir lagið She Wolf sem David Guetta vann í samstarfi við Sia.