Tónlist

Íhuguðu að reka Bon Scott úr AC DC

Ástralska rokkhljómsveitin AC/DC átti ekki alltaf sjö dagana sæla.
Ástralska rokkhljómsveitin AC/DC átti ekki alltaf sjö dagana sæla. Nordicphotos/Getty
Mark Evans fyrrum bassaleikari ástralsku rokkhljómsveitarinnar AC/DC, sagði að gítarleikararnir og bræðurnir Angus og Malcolm Young, hefðu á sínum tíma íhugað að reka söngvara sveitarinnar Bon Scott.

Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Jesse Fink sem fjallar um ævi sveitarinnar. Ástæðan var óhófleg fíkniefnaneysla söngvarans en hann tók of stóran skammt af heróíni árið 1975 og var hann þá mjög hætt kominn.

Scott naut þó fimm góðrar ára með sveitinni eftir þetta. Hann lést svo árið 1980 en við míkrafóninum tók Brian Johnson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×