20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Orri Freyr Rúnarsson skrifar 18. nóvember 2013 15:30 Nirvana á tónleikunum Rúmlega fimm mánuðum áður en að Kurt Cobain fyrirfór sér tóku Nirvana upp plötu sem reyndist vera þeirra síðasta. Upptökurnar fóru fram þann 18.nóvember árið 1993 í hljóðveri Sony í New York. Þar sem að í dag eru 20 ár frá því að tónleikarnir fóru fram er viðeigandi að rifja upp þessa tónleika. Tónleikarnir voru á vegum MTV sjónvarpsstöðvarinnar og upphaflega átti að sýna tónleikana í heild sinni í aðeins eitt skipti á stöðinni. En MTV hafði í langan tíma reynt að fá Nirvana til að koma fram á þessari tónleikaröð og spila þar sín þekktustu lög í órafmagnaðri útgáfu. En hljómsveitin, líkt og svo margar aðrar sveitir í sama geira, hafði í raun megna andstyggð á MTV og neituðu því ávallt að koma fram. Ráðamenn MTV gáfust þó ekki upp og árið 1993, þegar að Nirvara var í miðju tónleikaferðalagi með hljómsveitinni Meat Puppets samþykktu þeir að koma fram á tónleikunum. Meðlimir Nirvana ákváðu strax að hafa tónleikana nokkuð óheðfbundna og töluðu við félaga sína í Meat Puppets um að fá að taka þrjú lög með þeirri sveit á tónleikunum, eitthvað sem kom söngvara þeirra, honum Curt Kirkwood, gríðarlega á óvart. Þeir höfðu hinsvegar ekki fyrir því að láta yfirmenn MTV vita að Meat Puppets yrðu með þeim og tilkynntu aðeins um “sérstaka gesti”. Æfingar og undirbúningurKurt CobainÞegar að starfsfólk MTV fór að tala við meðlimi Nirvana um hvernig þeir sæju þetta fyrir sér varð strax ljóst að þeir höfðu ákveðnar hugmyndir hvernig allt ætti að líta og segir próduserinn, Alex Coletti, að honum hafi verið sérstaklega minnisstætt að Kurt Cobain bað um að sviðið myndi líta út líkt og um jarðarför væri að ræða. Viku áður en að upptökurnar fóru fram hófu meðlimir Nirvana æfingar í New Jersey, en þrátt fyrir að hljómsveitin hafði stöku sinnum tekið lög í órafmagnaðri útgáfu áður höfðu þeir aldrei spilað heila tónleika með þeim hætti. Þegar að Nirvana mættu svo loks í hljóðverið til að taka lokaæfingar var gríðarleg spenna á meðal yfirmanna MTV enda hafði hljómsveitin talað um “sérstaka gesti” sem myndu koma þarna fram með þeim og bjuggust margir við að það yrðu Eddie Vedder, Michael Stipe eða jafnvel Patti Smith og urðu því margir fyrir vonbrigðum þegar að Cobain tilkynnti stoltur að hljómseitin Meat Puppets myndi aðstoða þá. Svipurinn á MTV starfsfólkinu breyttist svo enn frekar þegar í ljós kom hvaða lög Nirvana ætluðu að taka á tónleikunum en á þeim lista voru fá af vinsælustu lögum sveitarinnar. Flestar hljómsveitir sem höfðu tekið þátt í þessari tónleikaröð MTV höfðu spilað öll sín þekktustu lög en Dave Grohl sagði að þeir hefðu ekki haft neinn áhuga á því að taka órafmagnaða útgáfu af Smells Like Teen Spirit og hefðu miklar frekar viljað taka lög eftir Meat Puppets, David Bowie og gamalt bandarískt þjóðlag. Á endanum ákvað MTV að leyfa þeim að spila þau lög sem þeir vildu og ætluðu svo að biðja hljómsveitina að taka 1-2 lög í viðbót sem uppklappslög á sjálfum tónleikunum, en eftir að Nirvana enduðu tónleikana á Where Did You Sleep Last Night harðneitaði Cobain að spila fleiri lög þar sem að þetta yrði aldrei toppað. Æfingarnar fyrir tónleikana gengu hinsvegar ekki nægjanlega vel og eitt helsta vandamálið var hversu mikil læti voru alltaf í Dave Grohl, þ.e. hversu hátt heyrðist í trommunum hans. Cobain var stöðugt að biðja hann um að slá lausar en alltaf heyrðist of hátt og um tíma voru þeir farnir að íhuga hvort að hægt væri að sleppa trommunum algjörlega. En þá fór próduser þáttarins og keypti léttari trommukjuða og bursta og þá var það vandamál úr sögunni. Tónleikarnir sjálfirKurt CobainÞegar að tónleikadagurinn sjálfur rann upp var Kurt Cobain þjakaður af magaverk, eins og svo oft áður, en hann var einnig gríðarlega stressaður. Starfsfólk MTV bauð honum bæði verkjalyf og róandi töflur en hann neitaði og sagðist spjara sig. Tónleikarnir gengu svo eins og í sögu en Dave Grohl segist engu að síður aldrei gleyma svipnum á Kurt Cobain sem lýsti víst gríðarlegri hræðslu. En strax eftir tónleikana hélt Kurt Cobain því fram áhorfendur hefðu ekki verið hrifnir af þessu þar sem að þeir fögnuðu ekki nógu mikið, þær áhyggjur hans voru hinsvegar óþarfar enda voru yfirmenn MTV fljótir að útskýra fyrir honum að tónleikarnir hefðu verið svo magnaðir að enginn í salnum hefði komið upp orði. Tónleikarnir voru frumsýndir á MTV þann 14.desember árið 1993. Þeir fengu strax frábærar viðtökur en það var ekki fyrr en eftir að Kurt Cobain lést sem kom í ljós hversu áhrifamiklir tónleikarnir yrði. Bæði sjónvarps- og útvarpsstöðvar kepptust við að spila upptökur af tónleikunum og það sem Kurt Cobain vildi að liti út líkt og jarðarför varð á endanum hálfgerð jarðarför hans fyrir marga aðdáendur Nirvana. Þessir tónleikar sem í upphafi átti einungis að sýna í eitt skipti eru því orðnir af einu vinsælasta efni sem MTV hefur framleidd. Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon
Rúmlega fimm mánuðum áður en að Kurt Cobain fyrirfór sér tóku Nirvana upp plötu sem reyndist vera þeirra síðasta. Upptökurnar fóru fram þann 18.nóvember árið 1993 í hljóðveri Sony í New York. Þar sem að í dag eru 20 ár frá því að tónleikarnir fóru fram er viðeigandi að rifja upp þessa tónleika. Tónleikarnir voru á vegum MTV sjónvarpsstöðvarinnar og upphaflega átti að sýna tónleikana í heild sinni í aðeins eitt skipti á stöðinni. En MTV hafði í langan tíma reynt að fá Nirvana til að koma fram á þessari tónleikaröð og spila þar sín þekktustu lög í órafmagnaðri útgáfu. En hljómsveitin, líkt og svo margar aðrar sveitir í sama geira, hafði í raun megna andstyggð á MTV og neituðu því ávallt að koma fram. Ráðamenn MTV gáfust þó ekki upp og árið 1993, þegar að Nirvara var í miðju tónleikaferðalagi með hljómsveitinni Meat Puppets samþykktu þeir að koma fram á tónleikunum. Meðlimir Nirvana ákváðu strax að hafa tónleikana nokkuð óheðfbundna og töluðu við félaga sína í Meat Puppets um að fá að taka þrjú lög með þeirri sveit á tónleikunum, eitthvað sem kom söngvara þeirra, honum Curt Kirkwood, gríðarlega á óvart. Þeir höfðu hinsvegar ekki fyrir því að láta yfirmenn MTV vita að Meat Puppets yrðu með þeim og tilkynntu aðeins um “sérstaka gesti”. Æfingar og undirbúningurKurt CobainÞegar að starfsfólk MTV fór að tala við meðlimi Nirvana um hvernig þeir sæju þetta fyrir sér varð strax ljóst að þeir höfðu ákveðnar hugmyndir hvernig allt ætti að líta og segir próduserinn, Alex Coletti, að honum hafi verið sérstaklega minnisstætt að Kurt Cobain bað um að sviðið myndi líta út líkt og um jarðarför væri að ræða. Viku áður en að upptökurnar fóru fram hófu meðlimir Nirvana æfingar í New Jersey, en þrátt fyrir að hljómsveitin hafði stöku sinnum tekið lög í órafmagnaðri útgáfu áður höfðu þeir aldrei spilað heila tónleika með þeim hætti. Þegar að Nirvana mættu svo loks í hljóðverið til að taka lokaæfingar var gríðarleg spenna á meðal yfirmanna MTV enda hafði hljómsveitin talað um “sérstaka gesti” sem myndu koma þarna fram með þeim og bjuggust margir við að það yrðu Eddie Vedder, Michael Stipe eða jafnvel Patti Smith og urðu því margir fyrir vonbrigðum þegar að Cobain tilkynnti stoltur að hljómseitin Meat Puppets myndi aðstoða þá. Svipurinn á MTV starfsfólkinu breyttist svo enn frekar þegar í ljós kom hvaða lög Nirvana ætluðu að taka á tónleikunum en á þeim lista voru fá af vinsælustu lögum sveitarinnar. Flestar hljómsveitir sem höfðu tekið þátt í þessari tónleikaröð MTV höfðu spilað öll sín þekktustu lög en Dave Grohl sagði að þeir hefðu ekki haft neinn áhuga á því að taka órafmagnaða útgáfu af Smells Like Teen Spirit og hefðu miklar frekar viljað taka lög eftir Meat Puppets, David Bowie og gamalt bandarískt þjóðlag. Á endanum ákvað MTV að leyfa þeim að spila þau lög sem þeir vildu og ætluðu svo að biðja hljómsveitina að taka 1-2 lög í viðbót sem uppklappslög á sjálfum tónleikunum, en eftir að Nirvana enduðu tónleikana á Where Did You Sleep Last Night harðneitaði Cobain að spila fleiri lög þar sem að þetta yrði aldrei toppað. Æfingarnar fyrir tónleikana gengu hinsvegar ekki nægjanlega vel og eitt helsta vandamálið var hversu mikil læti voru alltaf í Dave Grohl, þ.e. hversu hátt heyrðist í trommunum hans. Cobain var stöðugt að biðja hann um að slá lausar en alltaf heyrðist of hátt og um tíma voru þeir farnir að íhuga hvort að hægt væri að sleppa trommunum algjörlega. En þá fór próduser þáttarins og keypti léttari trommukjuða og bursta og þá var það vandamál úr sögunni. Tónleikarnir sjálfirKurt CobainÞegar að tónleikadagurinn sjálfur rann upp var Kurt Cobain þjakaður af magaverk, eins og svo oft áður, en hann var einnig gríðarlega stressaður. Starfsfólk MTV bauð honum bæði verkjalyf og róandi töflur en hann neitaði og sagðist spjara sig. Tónleikarnir gengu svo eins og í sögu en Dave Grohl segist engu að síður aldrei gleyma svipnum á Kurt Cobain sem lýsti víst gríðarlegri hræðslu. En strax eftir tónleikana hélt Kurt Cobain því fram áhorfendur hefðu ekki verið hrifnir af þessu þar sem að þeir fögnuðu ekki nógu mikið, þær áhyggjur hans voru hinsvegar óþarfar enda voru yfirmenn MTV fljótir að útskýra fyrir honum að tónleikarnir hefðu verið svo magnaðir að enginn í salnum hefði komið upp orði. Tónleikarnir voru frumsýndir á MTV þann 14.desember árið 1993. Þeir fengu strax frábærar viðtökur en það var ekki fyrr en eftir að Kurt Cobain lést sem kom í ljós hversu áhrifamiklir tónleikarnir yrði. Bæði sjónvarps- og útvarpsstöðvar kepptust við að spila upptökur af tónleikunum og það sem Kurt Cobain vildi að liti út líkt og jarðarför varð á endanum hálfgerð jarðarför hans fyrir marga aðdáendur Nirvana. Þessir tónleikar sem í upphafi átti einungis að sýna í eitt skipti eru því orðnir af einu vinsælasta efni sem MTV hefur framleidd.
Harmageddon Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Harmageddon Söngvari Creed á ekki efni á mat Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Tveir látnir vegna eiturlyfsins Molly Harmageddon