Lagið ber heitið Release Me og er hægt að nálgast neðst í fréttinni.
Þetta þykja mörgum tíðindi, en Natalie syngur til að mynda í fyrsta sinn opinberlega í laginu.
„Já, þetta er í fyrsta sinn sem ég syng og gef það út. Fram að þessu hafa einungis nánir vinir og stöku fólk á karíókíbörum út í heimi heyrt mig syngja,“ segir Natalie, létt í bragði.
„En mér finnst þetta rosalega gaman - hver veit nema að ég leggi fyrir mig söng,“ segir Natalie, en hún hefur starfað sem plötusnúður í rúman áratug.
DJ Yamaho kemur til með að þeyta skífum á skemmtistaðnum Dolly við Hafnarstræti á laugardagskvöldið.
„Ég ætla að bjóða upp á mega partý og hvet sem flesta til að mæta!“ segir Natalie að lokum.