Matreiðslubókaárið mikla Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2013 16:02 Bryndís Loftsdóttir segir að nú séu að koma út 28 matreiðslubækur sem er algjört met. Þetta hafa verið kölluð karlabókajól af sumum en Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, veit allt um málið og hún telur nær að tala um matreiðslubókajól -- 28 slíkar koma nú út. Sem er algjört met. Auk þess sem ævisögurnar eru nú að koma inn aftur en sú kenning hefur heyrst að það sé með þær eins og rjúpustofninn; hrynji með reglulegu millibili en komi svo alltaf upp aftur. Bókatíðindin eru komin út, bæklingur sem gefur ágætt yfirlit yfir það sem mun vera á borðum bókabúðanna fyrir þessi jólin. Bryndís veit allt um málið og hún er einfaldlega spurð hvað það sé sem einkenni þetta jólabókaflóð? „Það er innkoma ævisagnanna, tvímælalaust. Þær eru að koma inn núna mjög sterkar. Og svo ótrúlegur fjölbreytileiki í handbókum og fræðibókum.“ Allt frá gæludýrafóðri til handrita Íslendingasagnanna, segir Bryndís sem hefur hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvað valdi því; þetta sé bara til marks um víðfeðmt áhugasvið þjóðarinnar. Í fjölmiðlum og á alnetinu hefur verið umræða um að þetta séu karlabókajól; konur nái vart máli. Bryndís gefur ekki mikið út á það. „Já, það er auðvitað bara mismunandi eftir flokkum. Við sjáum það í skáldverkum íslenskum að þar eru karlarnir ívið fleiri. Og sennilega eru þeir ívið fleiri í ævisögum líka. Konurnar hafa mikla yfirburði í barnabókunum og jafnvel fræðibókum og handbókum líka. Að minnsta kosti í flokki matreiðslubóka sem koma mjög sterkt inn þetta árið. Ég held að þetta sé matreiðslubókaárið mikla. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt.“Eruð þið með einhverjar tölur yfir það hversu margar matreiðslubækur þetta eru sem ætlað að svamla um í jólabókaflóðinu? „Í Bókatíðindum í ár eru 28 matreiðslubækur, hvorki meira né minna. Sem er algjört met. Og flestar þeirra eru líka íslenskar. Það var fyrir nokkrum árum verið að þýða svolítið af bókum en nú eru þetta þjóðernislegar og íslenskar bækur af bestu gerð, frábærar í alla staði og fjölbreyttar.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta hafa verið kölluð karlabókajól af sumum en Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, veit allt um málið og hún telur nær að tala um matreiðslubókajól -- 28 slíkar koma nú út. Sem er algjört met. Auk þess sem ævisögurnar eru nú að koma inn aftur en sú kenning hefur heyrst að það sé með þær eins og rjúpustofninn; hrynji með reglulegu millibili en komi svo alltaf upp aftur. Bókatíðindin eru komin út, bæklingur sem gefur ágætt yfirlit yfir það sem mun vera á borðum bókabúðanna fyrir þessi jólin. Bryndís veit allt um málið og hún er einfaldlega spurð hvað það sé sem einkenni þetta jólabókaflóð? „Það er innkoma ævisagnanna, tvímælalaust. Þær eru að koma inn núna mjög sterkar. Og svo ótrúlegur fjölbreytileiki í handbókum og fræðibókum.“ Allt frá gæludýrafóðri til handrita Íslendingasagnanna, segir Bryndís sem hefur hefur í sjálfu sér engar kenningar um hvað valdi því; þetta sé bara til marks um víðfeðmt áhugasvið þjóðarinnar. Í fjölmiðlum og á alnetinu hefur verið umræða um að þetta séu karlabókajól; konur nái vart máli. Bryndís gefur ekki mikið út á það. „Já, það er auðvitað bara mismunandi eftir flokkum. Við sjáum það í skáldverkum íslenskum að þar eru karlarnir ívið fleiri. Og sennilega eru þeir ívið fleiri í ævisögum líka. Konurnar hafa mikla yfirburði í barnabókunum og jafnvel fræðibókum og handbókum líka. Að minnsta kosti í flokki matreiðslubóka sem koma mjög sterkt inn þetta árið. Ég held að þetta sé matreiðslubókaárið mikla. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt.“Eruð þið með einhverjar tölur yfir það hversu margar matreiðslubækur þetta eru sem ætlað að svamla um í jólabókaflóðinu? „Í Bókatíðindum í ár eru 28 matreiðslubækur, hvorki meira né minna. Sem er algjört met. Og flestar þeirra eru líka íslenskar. Það var fyrir nokkrum árum verið að þýða svolítið af bókum en nú eru þetta þjóðernislegar og íslenskar bækur af bestu gerð, frábærar í alla staði og fjölbreyttar.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira