Þar söng hún smellinn Summertime Sadness eftir Lönu Del Rey.
Flutningur Miley hefur vakið mikla athygli og eru margir hrifnir af útgáfu Miley af laginu vinsæla.
Þá þykir fréttnæmt í slúðurmiðlum vestanhafs að Miley Cyrus er fullklædd á meðan á flutningnum stendur, en Cyrus hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið og þá sérstaklega fyrir myndband sitt Wrecking Ball, þar sem hún fer úr hverri spjör og fyrir framkomu sína a VMA-tónlistarhátíðinni fyrr á árinu.
Myndbandið hefur fengið tæplega milljón áhorf síðan það var sett inn í gærkvöldi og fylgir fréttinni.