Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Andri Þór Sturluson skrifar 13. nóvember 2013 08:31 Feitasti auminginn okkar heitir þátturinn á íslensku. Íslendingar verða stöðugt þyngri. Þjóðin er ein sú feitasta í Evrópu og við okkur blasir alvarlegt lýðheilsuvandamál. Nú hafa SkjárEinn og Saga Film ákveðið að nota það okkur til skemmtunar með því að ráðast í stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára, Biggest Loser Ísland, eða feitasti auminginn okkar. Inga Lind Karlsdóttir stýrir þáttunum en hún varð einu sinni næstum því feit. Í fréttatilkynningu segir: „Í þáttunum er fitubollunum gefinn seinasti séns á því að verða eins og við hin, flotta, fallega, hamingjusama fólkið. Þeim boðið upp á að snúa við blaðinu og láta draum sinn um betra líf rætast undir handleiðslu og hvatningu The Biggest Loser-teymisins, á meðan fólkið heima í stofu hlær, gagnrýnir og gerir grín að þeim. The Biggest Loser-teymið inniheldur meðal annars lækna, sálfræðinga, næringarfræðinga og viðskipta- og markaðsfræðinga sem sérhæfa sig í arðvænlegum raunveruleikaþáttum. Við munum fylgjast með þátttakendum dvelja í 10 vikur á heilsuhótelinu á Ásbrú þar sem myndavélar munu fylgja þeim hvert fótmál, tekin verða vandræðileg viðtöl við þá þar sem reynt verður að láta þá fara að gráta og potað verður í bumbuna á þeim reglulega með priki.“ Inga Linda Karlsdóttir gerði á sínum tíma þætti um offitu fyrir Stöð 2 og á því eftir að hún gera slíkan fyrir SkjáEinn. Á heimasíðu þáttarins eru meiri upplýsingar: „Undraverður árangur hefur náðst erlendis í þáttunum og hafa keppendur náð að snúa við blaðinu og fengið að njóta til fullnustu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Í nokkra mánuði allavega þangað til allt fer í sama far því undirliggjandi vandamálin voru ekki tækluð og lífið þeirra verður aftur ömurlegt og varla þess virði. Fylgstu með frá byrjun og fáðu að sjá feitt fólk svitna og grenja í sjónvarpinu – til einskis mjög líklega.“Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en þar er fólk niðurlægt reglulega, okkur til skemmtunar. Harmageddon Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Stelpur lenda illa í netdólgum á Snapchat Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon
Íslendingar verða stöðugt þyngri. Þjóðin er ein sú feitasta í Evrópu og við okkur blasir alvarlegt lýðheilsuvandamál. Nú hafa SkjárEinn og Saga Film ákveðið að nota það okkur til skemmtunar með því að ráðast í stærsta sjónvarpsverkefni síðustu ára, Biggest Loser Ísland, eða feitasti auminginn okkar. Inga Lind Karlsdóttir stýrir þáttunum en hún varð einu sinni næstum því feit. Í fréttatilkynningu segir: „Í þáttunum er fitubollunum gefinn seinasti séns á því að verða eins og við hin, flotta, fallega, hamingjusama fólkið. Þeim boðið upp á að snúa við blaðinu og láta draum sinn um betra líf rætast undir handleiðslu og hvatningu The Biggest Loser-teymisins, á meðan fólkið heima í stofu hlær, gagnrýnir og gerir grín að þeim. The Biggest Loser-teymið inniheldur meðal annars lækna, sálfræðinga, næringarfræðinga og viðskipta- og markaðsfræðinga sem sérhæfa sig í arðvænlegum raunveruleikaþáttum. Við munum fylgjast með þátttakendum dvelja í 10 vikur á heilsuhótelinu á Ásbrú þar sem myndavélar munu fylgja þeim hvert fótmál, tekin verða vandræðileg viðtöl við þá þar sem reynt verður að láta þá fara að gráta og potað verður í bumbuna á þeim reglulega með priki.“ Inga Linda Karlsdóttir gerði á sínum tíma þætti um offitu fyrir Stöð 2 og á því eftir að hún gera slíkan fyrir SkjáEinn. Á heimasíðu þáttarins eru meiri upplýsingar: „Undraverður árangur hefur náðst erlendis í þáttunum og hafa keppendur náð að snúa við blaðinu og fengið að njóta til fullnustu þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Í nokkra mánuði allavega þangað til allt fer í sama far því undirliggjandi vandamálin voru ekki tækluð og lífið þeirra verður aftur ömurlegt og varla þess virði. Fylgstu með frá byrjun og fáðu að sjá feitt fólk svitna og grenja í sjónvarpinu – til einskis mjög líklega.“Sannleikurinn rekur öfluga og óvæga fréttastofu þar sem engum er hlíft og sannleikurinn skiptir ekki höfuðmáli. Sannleikurinn er háður öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunaaðilum um fréttaefni sitt. Fréttastofa Sannleikans hefur Facebook-síðu en þar er fólk niðurlægt reglulega, okkur til skemmtunar.
Harmageddon Mest lesið Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Nýtt og ógnvekjandi útlit hjá Slipknot Harmageddon Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon The Cure, Kiss, Alice Cooper og fleiri á Paul McCartney heiðursplötu Harmageddon Stelpur lenda illa í netdólgum á Snapchat Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon