SVFR framlengir ekki samning um Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 12. nóvember 2013 15:58 Það er skammt stórra högga á milli í veiðiheiminum og þá sérstaklega í leigumálum laxveiðiánna en í dag er það ljóst að SVFR er að ljúka áralöngu samstarfi við Veiðifélag Laxdæla. Ljóst er að nokkur missir er af ánni úr flóru félagsins en nokkuð hefur verið af lausum leyfum í hana þar sem veiðin hefur ekki náð fyrri styrk. Stangaveiðifélagið gaf út yfirlýsingu í dag og við birtum hana hérmeð leyfi:"Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Laxdæla hafa komist að samkomulagi um að ljúka samstarfi félaganna um leigu á veiðirétti í Laxá í Dölum. SVFR óskar Dalamönnum alls hins besta og þakkar gott samstarf á undanförnum árum. Veiðin í Laxá í Dölum hefur ekki staðið undir væntingum undanfarin þrjú ár og eftirspurn félagsmanna eftir veiðileyfum þar farið minnkandi. Í ljósi minnkandi veiði var SVFR með til skoðunar breytt veiðifyrirkomulag á svæðinu, fluguveiði eingöngu og veiða og sleppa með það að markmiði að byggja ána upp á ný. En eftir ítarlega skoðun komst stjórn SVFR að þeirri niðurstöðu að ekki sé verjandi að vera með mikla fjárhagslega skuldbindingu á félaginu vegna Laxár í Dölum við þær aðstæður þegar byggja þarf ársvæði upp á ný. Fjölmargir félagsmenn SVFR hafa átt góðar stundir á bökkum árinnar og óskandi að hún nái fljótt sínum fyrri styrk." Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Það er skammt stórra högga á milli í veiðiheiminum og þá sérstaklega í leigumálum laxveiðiánna en í dag er það ljóst að SVFR er að ljúka áralöngu samstarfi við Veiðifélag Laxdæla. Ljóst er að nokkur missir er af ánni úr flóru félagsins en nokkuð hefur verið af lausum leyfum í hana þar sem veiðin hefur ekki náð fyrri styrk. Stangaveiðifélagið gaf út yfirlýsingu í dag og við birtum hana hérmeð leyfi:"Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Laxdæla hafa komist að samkomulagi um að ljúka samstarfi félaganna um leigu á veiðirétti í Laxá í Dölum. SVFR óskar Dalamönnum alls hins besta og þakkar gott samstarf á undanförnum árum. Veiðin í Laxá í Dölum hefur ekki staðið undir væntingum undanfarin þrjú ár og eftirspurn félagsmanna eftir veiðileyfum þar farið minnkandi. Í ljósi minnkandi veiði var SVFR með til skoðunar breytt veiðifyrirkomulag á svæðinu, fluguveiði eingöngu og veiða og sleppa með það að markmiði að byggja ána upp á ný. En eftir ítarlega skoðun komst stjórn SVFR að þeirri niðurstöðu að ekki sé verjandi að vera með mikla fjárhagslega skuldbindingu á félaginu vegna Laxár í Dölum við þær aðstæður þegar byggja þarf ársvæði upp á ný. Fjölmargir félagsmenn SVFR hafa átt góðar stundir á bökkum árinnar og óskandi að hún nái fljótt sínum fyrri styrk." Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði