Er Highway To Hell jólalagið í ár? Orri Freyr Rúnarsson skrifar 12. nóvember 2013 13:43 Meðlimir AC/DC komnir í jólaskapið Í Bretlandi er ávallt mikil spenna hvaða lag vermir toppsætið yfir vinsælustu lög landsins um jólin. Á undanförnum árum hefur það nánast verið fastur liður að sigurvegari raunveruleikasjónvarpskeppninnar X-Factor eigi vinsælasta lag jólahátíðarinnar, eða í fimm skipti á undanförnum átta árum. Nú hefur herferð verið hrundið af stað sem snýst um að fá aðdáendur AC/DC til að kaupa lagið Highway To Hell um jólin og á aðeins fjórum dögum hafa um 100þús einstaklingar gefið loforð um að taka þátt sem að öllum líkindum myndi tryggja laginu toppsætið. Yrði lagið, sem kom fyrst út árið 1979, þá fyrsta lag AC/DC til að komast inn á Topp 10 listann í Bretlandi. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem rokkaðdáendur ætla sér að koma í veg fyrir að X-Factor drullan skipi efsta sætið yfir jólin því árið 2009 sat Rage Against the Machine slagarinn Killing in the Name í efsta sætinu, og fékk þá X-Factor sigurvegarinn Joe McElderry þann vafasama heiður að vera fyrsti sigurvegari keppninnar sem átti ekki lag í efsta sæti um jólin. Það verður því áhugavert að fylgjast með topplistanum í Bretlandi á næstu vikum. Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Sannleikurinn: Þingmenn stunda kynlíf á salernum Alþingishússins Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Kynþáttahatur nær nýjum hæðum í Ísrael Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Rokk Quiz á Bar 11 í kvöld Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon
Í Bretlandi er ávallt mikil spenna hvaða lag vermir toppsætið yfir vinsælustu lög landsins um jólin. Á undanförnum árum hefur það nánast verið fastur liður að sigurvegari raunveruleikasjónvarpskeppninnar X-Factor eigi vinsælasta lag jólahátíðarinnar, eða í fimm skipti á undanförnum átta árum. Nú hefur herferð verið hrundið af stað sem snýst um að fá aðdáendur AC/DC til að kaupa lagið Highway To Hell um jólin og á aðeins fjórum dögum hafa um 100þús einstaklingar gefið loforð um að taka þátt sem að öllum líkindum myndi tryggja laginu toppsætið. Yrði lagið, sem kom fyrst út árið 1979, þá fyrsta lag AC/DC til að komast inn á Topp 10 listann í Bretlandi. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem rokkaðdáendur ætla sér að koma í veg fyrir að X-Factor drullan skipi efsta sætið yfir jólin því árið 2009 sat Rage Against the Machine slagarinn Killing in the Name í efsta sætinu, og fékk þá X-Factor sigurvegarinn Joe McElderry þann vafasama heiður að vera fyrsti sigurvegari keppninnar sem átti ekki lag í efsta sæti um jólin. Það verður því áhugavert að fylgjast með topplistanum í Bretlandi á næstu vikum.
Harmageddon Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Glott tímarit - Bull er framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Sannleikurinn: Þingmenn stunda kynlíf á salernum Alþingishússins Harmageddon Sannleikurinn: 65% hjónabanda á Íslandi enda með dauða Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Kynþáttahatur nær nýjum hæðum í Ísrael Harmageddon Sex sveitarfélög alveg nóg Harmageddon Rokk Quiz á Bar 11 í kvöld Harmageddon 20 ár síðan að Kurt Cobain dó - Allt sem þú þarf að vita um Nirvana Harmageddon