Lagið var fyrst tekið upp árið 2002 en þá voru þau Birgitta Haukdal og Hreimur Örn Heimisson á meðal flytjenda. Inn í lagið voru svo klipptir bútar úr nokkrum ógleymanlegum gullkornum íslenskra íþróttafréttamanna.
Nú er búið að endurgera lagið og hafa nokkrar skærustu stjörnur ungu kynslóðarinnar ljáð laginu rödd sína en Ingó veðurguð, Sverrir Bergmann, Erna Hrönn, Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór og Unnur Eggertsdóttir eru öll á meðal flytjenda.
Þjóðin hefur nú rétt tæpa viku til þess að læra textann við lagið en stórleikur íslenska landsliðsins við Króatíu fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn.
Hér fyrir neðan má heyra lagið í heild sinni.