3.000 grunnskólanemendur hlýddu á Skálmöld og Sinfó Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. nóvember 2013 14:57 Um 3.000 unglingar í tveimur hópum fylgdust með æfingunni. myndir/baldur ragnarsson Þungarokkshljómsveitin Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands buðu bekkjum úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með lokaæfingu í morgun fyrir fyrstu tónleika tónleikaþrennu sem hefst í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Um 3.000 unglingar í tveimur hópum fylgdust með æfingunni, sem stóð yfir í um tvær og hálfa klukkustund, og spiluðu tónlistarmennirnir efnisskrá kvöldsins í heild sinni. „Þetta var bara geðveikt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, en opna æfingin var hluti af fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Þetta er svo ævintýralegur salur. Fólk getur hætt að rífa kjaft um þetta hús. Það er þarna og það er geðveikt. Maður fann það í dag hvað það er brjálað að standa þarna fyrir framan allt þetta fólk.“Hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bernharður Wilkinson.mynd/baldur ragnarssonMyndi treysta Sinfó til að spila á Wacken Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld, en Skálmöld og Sinfóníuhljómsveitinni til halds og trausts verða Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodia og barnakór úr Kársnesskóla. Snæbjörn segir það hafa tekið nokkur rennsli fyrir tónlistarmennina að stilla sig saman en það hafi þó tekið lygilega stuttan tíma. „Tónlistarmenn eru bara tónlistarmenn og um leið og það er talið í er svolítið eins og það sé verið að keyra á mann með stóru tæki. Við töluðum um það eftir fyrstu æfingu hvað það væri mikið rokk í Sinfó, bara eins og hún kemur. Ég myndi treysta þeim til að spila á Wacken. Þetta eru alvöru tónlistarmenn að gera alvöru hluti af fullum heilindum. Maður dregur það ekkert út úr rassgatinu á sér.“ Uppselt er á tónleikana í kvöld og annað kvöld en örfáir miðar eru eftir á tónleikana á laugardag. „Ég spurði í afgreiðslunni áðan og þá voru 150 miðar eftir,“ segir Snæbjörn og hvetur þá sem ætla að mæta að hafa hraðar hendur. „Ég veit þetta hljómar eins og söluræða dauðans en ég er að horfa á þetta núna. Ég giska á að miðarnir séu um hundrað núna sem eru eftir.“Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld.mynd/baldur ragnarsson Tengdar fréttir Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Flakkar um álfuna á rútubifreið sem hefur enga salernisaðstöðu. 13. september 2013 12:13 Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum á Litla Hrauni Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. 8. mars 2013 19:02 Súrrealískt að spila með Sinfó "Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. 26. júní 2013 09:00 „Ef þú ert eitthvað að þykjast er þér bara sagt að þú sért aumingi“ Skálmöld heldur tónleika fyrir yngstu kynslóðina á morgun. 10. maí 2013 19:59 Skálmöld spilaði fyrir drottninguna Margrét Þórhildur Danadrottning fékk nasaþef af íslensku þungarokki í Þjóðleikhúsinu í gær. 14. nóvember 2013 10:48 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þungarokkshljómsveitin Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands buðu bekkjum úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með lokaæfingu í morgun fyrir fyrstu tónleika tónleikaþrennu sem hefst í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Um 3.000 unglingar í tveimur hópum fylgdust með æfingunni, sem stóð yfir í um tvær og hálfa klukkustund, og spiluðu tónlistarmennirnir efnisskrá kvöldsins í heild sinni. „Þetta var bara geðveikt,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar, en opna æfingin var hluti af fræðslustarfi Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Þetta er svo ævintýralegur salur. Fólk getur hætt að rífa kjaft um þetta hús. Það er þarna og það er geðveikt. Maður fann það í dag hvað það er brjálað að standa þarna fyrir framan allt þetta fólk.“Hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bernharður Wilkinson.mynd/baldur ragnarssonMyndi treysta Sinfó til að spila á Wacken Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld, en Skálmöld og Sinfóníuhljómsveitinni til halds og trausts verða Karlakór Reykjavíkur, Kammerkórinn Hymnodia og barnakór úr Kársnesskóla. Snæbjörn segir það hafa tekið nokkur rennsli fyrir tónlistarmennina að stilla sig saman en það hafi þó tekið lygilega stuttan tíma. „Tónlistarmenn eru bara tónlistarmenn og um leið og það er talið í er svolítið eins og það sé verið að keyra á mann með stóru tæki. Við töluðum um það eftir fyrstu æfingu hvað það væri mikið rokk í Sinfó, bara eins og hún kemur. Ég myndi treysta þeim til að spila á Wacken. Þetta eru alvöru tónlistarmenn að gera alvöru hluti af fullum heilindum. Maður dregur það ekkert út úr rassgatinu á sér.“ Uppselt er á tónleikana í kvöld og annað kvöld en örfáir miðar eru eftir á tónleikana á laugardag. „Ég spurði í afgreiðslunni áðan og þá voru 150 miðar eftir,“ segir Snæbjörn og hvetur þá sem ætla að mæta að hafa hraðar hendur. „Ég veit þetta hljómar eins og söluræða dauðans en ég er að horfa á þetta núna. Ég giska á að miðarnir séu um hundrað núna sem eru eftir.“Um 300 manns verða á sviði Eldborgar í kvöld.mynd/baldur ragnarsson
Tengdar fréttir Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Flakkar um álfuna á rútubifreið sem hefur enga salernisaðstöðu. 13. september 2013 12:13 Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum á Litla Hrauni Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. 8. mars 2013 19:02 Súrrealískt að spila með Sinfó "Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. 26. júní 2013 09:00 „Ef þú ert eitthvað að þykjast er þér bara sagt að þú sért aumingi“ Skálmöld heldur tónleika fyrir yngstu kynslóðina á morgun. 10. maí 2013 19:59 Skálmöld spilaði fyrir drottninguna Margrét Þórhildur Danadrottning fékk nasaþef af íslensku þungarokki í Þjóðleikhúsinu í gær. 14. nóvember 2013 10:48 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Skálmöld pissar í flöskur Flakkar um álfuna á rútubifreið sem hefur enga salernisaðstöðu. 13. september 2013 12:13
Skálmöld svalaði rokkþyrstum föngum á Litla Hrauni Þakið ætlaði bókstaflega að rifna af fangelsinu að Litla Hrauni þegar þungarokkarnir í Skálmöld svöluðu rokkþyrstum föngum þar í gærkvöld. 8. mars 2013 19:02
Súrrealískt að spila með Sinfó "Þetta er hálfsúrrealískt en þetta leggst gríðarlega vel í okkur alla,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. Rokkararnir spila í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborg 29. nóvember. 26. júní 2013 09:00
„Ef þú ert eitthvað að þykjast er þér bara sagt að þú sért aumingi“ Skálmöld heldur tónleika fyrir yngstu kynslóðina á morgun. 10. maí 2013 19:59
Skálmöld spilaði fyrir drottninguna Margrét Þórhildur Danadrottning fékk nasaþef af íslensku þungarokki í Þjóðleikhúsinu í gær. 14. nóvember 2013 10:48
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög