Veiðikortið 2014 komið út Karl Lúðvíksson skrifar 27. nóvember 2013 10:00 Veiðikortið 2014 er komið út að venju fyrir jól enda er kortið orðið vinsæll jólapakki til margra veiðimanna. Alls eru 36 vatnasvæði inná Veiðikortinu og mörg af þeim eru einstaklega gjöful og heppileg til veiða fyrir unga sem aldna veiðimenn. Kortið kostar 6.900 krónur og því fylgir handbók með yfirliti um vötnin, aðkomu og hvar þau eru, leiðbeiningar með hverju vatnasvæði, upplýsingar um veiðiverði, veiðistaði og veiðireglur á hverjum stað. Veiðikortið er að verða sífellt vinsælla og hefur gert það að verkum að veiðimenn sem hafa gjarnan haldið sig við "sitt" vatn eru farnir að stíga út fyrir þægindarammann og prófa hin og þessi vötn, þá gjarnan á ferðalögum. Sumir veiðimenn eru meira að segja farnir að skipuleggja stutta túra um landið gagngert til að prófa vötnin sem þeir annars færu ekki í. Þetta er fín jólagjöf fyrir veiðimenn og veiðikonur. Stangveiði Mest lesið Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Hreinsun Elliðaánna heldur áfram Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Nýr DVD diskur um veiði kominn út Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Lærðu að veiða urriðann á Þingvöllum Veiði
Veiðikortið 2014 er komið út að venju fyrir jól enda er kortið orðið vinsæll jólapakki til margra veiðimanna. Alls eru 36 vatnasvæði inná Veiðikortinu og mörg af þeim eru einstaklega gjöful og heppileg til veiða fyrir unga sem aldna veiðimenn. Kortið kostar 6.900 krónur og því fylgir handbók með yfirliti um vötnin, aðkomu og hvar þau eru, leiðbeiningar með hverju vatnasvæði, upplýsingar um veiðiverði, veiðistaði og veiðireglur á hverjum stað. Veiðikortið er að verða sífellt vinsælla og hefur gert það að verkum að veiðimenn sem hafa gjarnan haldið sig við "sitt" vatn eru farnir að stíga út fyrir þægindarammann og prófa hin og þessi vötn, þá gjarnan á ferðalögum. Sumir veiðimenn eru meira að segja farnir að skipuleggja stutta túra um landið gagngert til að prófa vötnin sem þeir annars færu ekki í. Þetta er fín jólagjöf fyrir veiðimenn og veiðikonur.
Stangveiði Mest lesið Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Hreinsun Elliðaánna heldur áfram Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Nýr DVD diskur um veiði kominn út Veiði Hreðavatn að koma vel inn Veiði Ágætis byrjun í Elliðavatni Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Lærðu að veiða urriðann á Þingvöllum Veiði