Myndbandið sýnir hópinn koma fram og dansa, rappa um klúbba og þar fram eftir götunum.
Lagið er liður í því að kynna endurútgáfu Will.i.am af breiðskífunni #willpower.
Cyrus, sem hefur áður unnið með Will.i.am að laginu Fall Down, rappar um molly, skemmtistaði og að tverka.
Sjón er sögu ríkari.