Logi Bergmann á sviði með Iron Maiden Ómar Úlfur skrifar 25. nóvember 2013 12:18 Logi Bergmann er léttur Á dögunum fór hundraðasti þátturinn af Loga í beinni í loftið. Af því tilefni mætti Logi Bergmann Eiðsson í Hver er á X-977. Logi er annálaður golfáhugamaður og segist sækja í golfið vegna slökunar. Golfið fullnægir sömuleiðis keppnisþörfinni eftir að hann hætti að spila fótbolta. Logi er þaulvanur því að taka viðtöl enda eldri en tvævetur í bransanum. Hann hefur til dæmis sína sýn á hljómsveitaviðtöl sem að Loga finnst oft verða helst til fræðileg. Fólk sem að sé í tónlist sé almennt mjög skemmtilegt og stútfullt af skemmtilegum sögum. Logi hefur lent í viðmælanda sem að hann nær ekki á flug. Stundum sé það stress í fólki, sumir eru einfaldlega ekki skemmtilegir og svo geti bara verið að viðmælandum finnist hann ekki skemmtilegur. Björk Guðmundsdóttir hefur lengi verið á lista yfir óskaviðmælendur Loga. Af því viðtali hefur ekki orðið enn segir Logi og glottir lymskulega. Fjölmiðlafólk eltir hið nýja jafnvel um of að mati Loga. Reglan hjá honum er einföld. Ef að fólk er skemmtilegt þá kemur það aftur í þættina hans. Aðspurður segist Logi vera mikill áhugamaður um spurningaleiki ýmiskonar og í honum býr sömuleiðis mikill tónlistaráhugamaður. Segist hann hafa, sérstaklega framanaf, grúskað mikið í tónlist.Hver er fyrsta platan sem að Logi eignaðist? Logi fékk plötuspilara í fermingargjöf og byrjaði í kjölfarið að sanka að sér plötum. Faðir hans fór oft erlendis og keypti iðulega plötur. Úr einni slíkri ferð kom Shock The Monkey með Peter Gabriel. Á þýsku. Fyrsta platan sem að hann keypti sjálfur var Ísbjarnarblús Bubba Morthens.Fyrstu tónleikarnir? Ellefu ára mætti Logi á tónleika The Stranglers og mætti á alla tónleika sem voru í boði. Þeir tónleikar sem standa uppúr í minningunni eru tónleikar með Iron Maiden árið 1992 þar sem að Logi steig á svið með þungarokkurunum. Hann var staddur ásamt fleirum á ólympíumóti fatlaðra í Barcelona. Eftir að keppni leik sátu menn og gerðu sér glaðan dag. Í fjörið mæta svo tveir gítarleikarar Iron Maiden og tour managerinn. Hópnum er boðið á tónleika með sveitinni sem var nú bara tekið sem kurteisishjali. Kemur svo í ljós að þeirra bíða tíu V.I.P miðar á tónleikana kvöldið eftir. Þegar Logi fer svo baksviðs til að þakka fyrir sig þá er hann drifinn uppá svið til að syngja bakraddir í einu vinsælasta lagi Iron Maiden, Run To The Hills. Leið honum kindarlega, ljósklæddum frá hvirfli til ilja, á milli leðurklæddra rokkaranna.Hvað fílar Logi í dag? Hann reynir að fylgjast vel með í tónlist og nefnir Retro Stefson til sögunnar. Ný Dönsk og Sálin fylgi hans kynslóð. Svo er ýmislegt sem kemur skemmtilega á óvart eins og Jónas Sig sem að Logi hafði ekki hlustað á þegar að hann fékk hann í þáttinn en hefur verið aðdáandi síðan.Uppáhalds kvikmynd Loga? Kemur eilítið á óvart en það er kvikmyndin When Harry Met Sally. Billy Crystal er í uppáhaldi segir Logi sem hræðist ekki plebbastimpilinn.Á Logi sér átrúnaðargoð? Nei. En þó lítur hann með virðingu til ákveðinna hluta í mönnum. Golfhlutinn í Tiger Woods er áhugaverður en enginn einn einstaklingur er átrúnaðargoð. Hér fyrir ofan má hlusta á Hver er í heild sinni. Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Queen Tora Victoria Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon
Á dögunum fór hundraðasti þátturinn af Loga í beinni í loftið. Af því tilefni mætti Logi Bergmann Eiðsson í Hver er á X-977. Logi er annálaður golfáhugamaður og segist sækja í golfið vegna slökunar. Golfið fullnægir sömuleiðis keppnisþörfinni eftir að hann hætti að spila fótbolta. Logi er þaulvanur því að taka viðtöl enda eldri en tvævetur í bransanum. Hann hefur til dæmis sína sýn á hljómsveitaviðtöl sem að Loga finnst oft verða helst til fræðileg. Fólk sem að sé í tónlist sé almennt mjög skemmtilegt og stútfullt af skemmtilegum sögum. Logi hefur lent í viðmælanda sem að hann nær ekki á flug. Stundum sé það stress í fólki, sumir eru einfaldlega ekki skemmtilegir og svo geti bara verið að viðmælandum finnist hann ekki skemmtilegur. Björk Guðmundsdóttir hefur lengi verið á lista yfir óskaviðmælendur Loga. Af því viðtali hefur ekki orðið enn segir Logi og glottir lymskulega. Fjölmiðlafólk eltir hið nýja jafnvel um of að mati Loga. Reglan hjá honum er einföld. Ef að fólk er skemmtilegt þá kemur það aftur í þættina hans. Aðspurður segist Logi vera mikill áhugamaður um spurningaleiki ýmiskonar og í honum býr sömuleiðis mikill tónlistaráhugamaður. Segist hann hafa, sérstaklega framanaf, grúskað mikið í tónlist.Hver er fyrsta platan sem að Logi eignaðist? Logi fékk plötuspilara í fermingargjöf og byrjaði í kjölfarið að sanka að sér plötum. Faðir hans fór oft erlendis og keypti iðulega plötur. Úr einni slíkri ferð kom Shock The Monkey með Peter Gabriel. Á þýsku. Fyrsta platan sem að hann keypti sjálfur var Ísbjarnarblús Bubba Morthens.Fyrstu tónleikarnir? Ellefu ára mætti Logi á tónleika The Stranglers og mætti á alla tónleika sem voru í boði. Þeir tónleikar sem standa uppúr í minningunni eru tónleikar með Iron Maiden árið 1992 þar sem að Logi steig á svið með þungarokkurunum. Hann var staddur ásamt fleirum á ólympíumóti fatlaðra í Barcelona. Eftir að keppni leik sátu menn og gerðu sér glaðan dag. Í fjörið mæta svo tveir gítarleikarar Iron Maiden og tour managerinn. Hópnum er boðið á tónleika með sveitinni sem var nú bara tekið sem kurteisishjali. Kemur svo í ljós að þeirra bíða tíu V.I.P miðar á tónleikana kvöldið eftir. Þegar Logi fer svo baksviðs til að þakka fyrir sig þá er hann drifinn uppá svið til að syngja bakraddir í einu vinsælasta lagi Iron Maiden, Run To The Hills. Leið honum kindarlega, ljósklæddum frá hvirfli til ilja, á milli leðurklæddra rokkaranna.Hvað fílar Logi í dag? Hann reynir að fylgjast vel með í tónlist og nefnir Retro Stefson til sögunnar. Ný Dönsk og Sálin fylgi hans kynslóð. Svo er ýmislegt sem kemur skemmtilega á óvart eins og Jónas Sig sem að Logi hafði ekki hlustað á þegar að hann fékk hann í þáttinn en hefur verið aðdáandi síðan.Uppáhalds kvikmynd Loga? Kemur eilítið á óvart en það er kvikmyndin When Harry Met Sally. Billy Crystal er í uppáhaldi segir Logi sem hræðist ekki plebbastimpilinn.Á Logi sér átrúnaðargoð? Nei. En þó lítur hann með virðingu til ákveðinna hluta í mönnum. Golfhlutinn í Tiger Woods er áhugaverður en enginn einn einstaklingur er átrúnaðargoð. Hér fyrir ofan má hlusta á Hver er í heild sinni.
Harmageddon Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Queen Tora Victoria Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Morrissey vill að prinsarnir Vilhjálmur og Harry skjóti sig Harmageddon Sannleikurinn: Elsta systkinið mest óþolandi Harmageddon