Handbolti

Ágúst Þór valdi tvo nýliða í hópinn

Unnur Ómarsdóttir er í hópnum.
Unnur Ómarsdóttir er í hópnum. mynd/valli
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleiks, valdi í dag nítján manna leikmannahóp til að taka þátt í æfingum og vináttuleikjum um mánaðarmótin.

Leiknir verða þrír æfingaleikir við Sviss hér heima. Leikirnir fara fram fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18.00, föstudaginn 29. nóvember kl. 18.00 og laugardaginn 30. nóvember kl 14.00. Allir þessi leikir fara fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Síðan verða tveir æfingaleikir við u-16 ára lið karla, föstudaginn 6. desember kl. 19.00 og laugardaginn 7. desember kl. 13.30. Þeir leikir verða  í N1-höllinni að Varmá í Mosfellsbæ.

Í hópnum að þessu sinni eru tveir nýliðar - Sandra Sif Sigurjónsdóttir Stjörnunni og Steinunn Snorradóttur FH. Þá gaf Drífa Þorvaldsdóttir ekki kost á sér vegna prófa og Hanna G. Stefánsdóttir ekki vegna persónulegra ástæðna.

Hópurinn:

Markmenn:

Florentina Stanciu, Stjarnan

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Íris Björk Símonardóttir, Grótta

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus    

Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof    

Ester Óskarsdóttir, ÍBV    

Esther Ragnarsdóttir, Stjarnan    

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Koblenz

Karen Knútsdóttir, Sønderjyske

Karólína Lárudóttir, Valur    

Rakel Dögg Bragadóttir, Stjarnan    

Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Sandra Sif Sigurjónsdóttir, Stjarnan

Steinunn Snorradóttir, FH    

Stella Sigurðardóttir, Sønderjyske    

Sunna Jónsdóttir, BK Heid

Unnur Ómarsdóttir, Grótta

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers




Fleiri fréttir

Sjá meira


×