Andri Snær: "Bóklestur er líkamsrækt hugans“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 21:51 Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira