Ímyndið ykkur bestu hluta ATP, SXSW og Glastonbury flutt í borg sem er sömu stærðar og lítill breskur bær. Ímyndið ykkur tónlistarhátíð með mörgum tónlistarstöðum án þess að standa frammi fyrir vegalengdunum. Bætið við töfrunum sem felast í norðurljósunum og frægustu hljómsveit landsins stíga á stokk annars lagið og þið getið byrjað að gera ykkur í hugarlund hversu einstakur árlegur viðburður Iceland Airwaves er.“

Greinin ber titilinn Iceland Airwaves 2013: Besta tónlistarhátíð í heimi?
Höfundur greinarinnar er gestur hátíðarinnar í þriðja sinn og hefur ýmislegt um hana að segja - en umfjöllunin er þriggja síðna löng.
Höfundur nefnir jafnframt fjölda hljómsveita á borð við Grísalappalísu, Sóley, Samaris, Björk, Kraftwerk, Yo La tengo og fleiri í umfjöllun sinni og ber flestum söguna vel.
