Shattuck, sem leikur einnig með hljómsveitinni The Muffs, var ráðin af hljómsveitinni The Pixies nú í sumar til þess að koma í stað bassaleikarans Kim Deal.
Deal hætti í sveitinni eftir að hafa leikið með henni í aldarfjórðung.
Shattuck nýtti sér samfélagsmiðla til að segja frá brottrekstrinum, þar sem hún tók fram að hún væri vonsvikin að tíma hennar með hljómsveitinni væri lokið.
Hún staðfesti að hún myndi ekki koma fram með hljómsveitinni framar, en gaf þó enga útskýringu.
Hér að neðan má sjá Kim Shattuck, ásamt The Pixies, flytja eitt þekktasta lag hljómsveitarinnar, Here Comes Your Man á góðgerðartónleikum.