Ozzy segir stjórnmálamenn notfæra sér dauða Mandela Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. desember 2013 16:20 Ozzy Osbourne (t.v.) segir það vera orðið klisju að stjórnmálamenn láti mynda sig með Nelson Mandela. myndir/getty Rokkarinn Ozzy Osbourne gagnrýnir stjórnmálamenn og segir þá notfæra sér dauða Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, til þess að bæta eigin ímynd. Í viðtali við breska tónlistartímaritið NME segist Osbourne þó ekki snerta á stjórnmálum. „Ég læt Bono um það. Hann er væntanlega ekki ánægður, nú þegar besti vinur hans (Mandela) er fallinn frá. En ég er ekki pólitískur. Ég söng lög um stjórnmál, stríð og fleira, en þeir (stjórnmálamenn) eru allir lygarar fyrir mér.“ Osbourne segir að fráfall Mandela sé sorglegt vegna þess að Mandela hafi verið tákn vonar fyrir marga. „En það er orðin klisja að láta mynda sig með Mandela. Hann virkaði eins og góður gaur en hann var 95 ára. Ég er viss um að hann hafi verið orðinn þreyttur.“ Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir þennan 65 ára gamla söngvara, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Sabbath á áttunda áratug síðustu aldar. Í janúar sendi sveitin frá sér sína nítjándu hljóðversplötu, plötuna 13.Þá játaði söngvarinn það fyrir aðdáendum sínum í apríl að hann hefði undangengið eina og hálfa ár drukkið og notað fíkniefni, en hann hafði verið edrú í tæpan áratug. Myndband lagsins God Is Dead? af plötunni 13. Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rokkarinn Ozzy Osbourne gagnrýnir stjórnmálamenn og segir þá notfæra sér dauða Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, til þess að bæta eigin ímynd. Í viðtali við breska tónlistartímaritið NME segist Osbourne þó ekki snerta á stjórnmálum. „Ég læt Bono um það. Hann er væntanlega ekki ánægður, nú þegar besti vinur hans (Mandela) er fallinn frá. En ég er ekki pólitískur. Ég söng lög um stjórnmál, stríð og fleira, en þeir (stjórnmálamenn) eru allir lygarar fyrir mér.“ Osbourne segir að fráfall Mandela sé sorglegt vegna þess að Mandela hafi verið tákn vonar fyrir marga. „En það er orðin klisja að láta mynda sig með Mandela. Hann virkaði eins og góður gaur en hann var 95 ára. Ég er viss um að hann hafi verið orðinn þreyttur.“ Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir þennan 65 ára gamla söngvara, sem skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur hljómsveitarinnar Black Sabbath á áttunda áratug síðustu aldar. Í janúar sendi sveitin frá sér sína nítjándu hljóðversplötu, plötuna 13.Þá játaði söngvarinn það fyrir aðdáendum sínum í apríl að hann hefði undangengið eina og hálfa ár drukkið og notað fíkniefni, en hann hafði verið edrú í tæpan áratug. Myndband lagsins God Is Dead? af plötunni 13.
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira