Það varð uppi fótur og fit í Japan á dögunum er upp komst að tveir stjórnarmenn hjá japanska golfsambandinu hefðu spilað golf með mafíuforingja.
Varaforseti golfsambandsins og einn stjórnarmeðlimur spiluðu golf og snæddu með einum af foringjum yakuza-samtakanna.
Það er ekki bara hneykslanlegt í Japan heldur er það hreinlega brot á lögum sambandsins.
Í þeirri von að endurvekja traust á golfsambandinu þá ætlar öll stjórnin að segja af sér. Það eru ekki nema 91 í stjórninni og það verður því nokkur vinna að finna nýja stjórn.
