Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 27-18 | Miklir yfirburðir Stjörnunnar Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 13. desember 2013 10:54 Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Stjarnan tryggði sig þægilega í úrslit deildarbikar Flugfélags Íslands í dag. Garðbæingar unnu níu marka sigur á ÍBV, en frábær fyrri hálfleikur var lykillinn að sigri Stjörnunnar. Stjarnan tók strax völdin í upphafi leiks og staðan var orðinn 4-0 eftir fjórar mínútur. Helena Rut Örvarsdóttir, stórskytta í liði Stjörnunnar, átti afar góðan fyrri hálfleik og hún skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum Stjörnunnar. ÍBV liðið virkaði frekar andlaust og reyndi ótímabær skot sem einn af betri markmönnnum landsins ef ekki sá besti, Florentina Stanciu, átti ekki í vandræðum með. Florentia var með 56% markvörslu í hálfleik, en í hálfleik leiddu Garðbæingar með tíu mörkum, 17-7. Þrír leikmenn komust einungis á blað hjá ÍBV í fyrri hálfleik, á meðan Helena Rut Örvarsdóttir var fremst meðal jafninga í Stjörnuliðinu. Síðari hálfleikur var svipaður. Einungis tvö mörk voru þó skoruð á fyrstu átta mínútum í síðari hálfleik, en ÍBV liðið spilaði þó mun betri varnarleik. Stjarnan hélt þó sinni forystu, en átti í meiri erfiðleikum með að skora í þeim síðari. Leikurinn jafnaðist töluvert inná vellinum, en ekki á töflunni. Örlítil værukærð var komið í lið Stjörnunnar sem var þó ekki teljandi vandræðum. Lokatölur 27-18. Stjarnan kláraði þennan leik í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik, öguðum sóknarleik og algjörlega frábærri markvörslu frá Florentinu Stanciu, en hún var með 59 prósenta markvörslu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með sjö mörk. Vera Lopes var markahæst í liði ÍBV með tíu mörk, en Ester Óskarsdóttir kom næst með fjögur mörk. Hin fjögur mörkin dreifðust svo á fjóra leikmenn. Dröfn Haraldsdóttir stóð vaktina ágætlega í markinu og varði fjórtan bolta. Hanna Guðrún: Mættum léttar, ljúfar og kátarHanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var ánægð með sigur liðsins gegn ÍBV í dag. Stjarnan tryggði sér með sigrinum í úrslit deildarbikarsins. „ÍBV er með hörkulið og þær hafa verið okkur erfiðar. Við ákváðum að mæta til leiks bara léttar, ljúfar og kátar og taka þennan leik," sagði Hanna Guðrún við Vísi eftir leik. „Leikgleðin, liðsheildin og varnarleikurinn skóp þennan sigur. Sóknarleikurinn var einnig mjög góður þótt við höfum klúðrað þarna nokkrum dauðafærum. Það var alveg sama hver kom inná, það spiluðu allar mjög vel. Liðssigur." „Hún er frábær þarna í markinu og við vorum að standa vörnina ágætlega. Þegar þetta slær saman þá vinnur maður leik." „Við stefnum að því að taka titilinn á morgun. Við mætum í leikinn til að vinna, við þurfum að ná okkur niðrá jörðina eftir þennan sigur. Við þurfum að næra okkur vel, fá góðan nætursvefn og mæta ferskar á morgun," sagði Hanna Guðrún við Vísi að lokum. Jón Gunnlaugur: Fór leikurinn ekki 1-1?„Við mættum ekki til leiks fyrr en eftir 28 eða 29 mínútur. Það er alveg skelfilegt," sagði Jón Gunnlaugur, þjálfari ÍBV, við Vísi eftir leik. „Við byrjum svakalega illa og erum tíu undir í hálfleik, en þá virðist koma ró í mannskapinn og við förum að skjóta almennilega á markið. Við vinnum seinni hálfleik með einu, þannig leikurinn fór 1-1 er það ekki?" sagði Jón Gunnlaugur og glotti. „Við vorum hægar til baka. Leikurinn hjá Stjörnunni gengur út á virkilega hraðan bolta og ef þú ætlar að vinna lið eins og Stjörnuna, þá verðurðu að eiga algjöran toppleik og við áttum hann ekki í dag." „Þær höfðu gaman af þessu í síðari hálfleik og það skiptir máli í svona leik. Það vantar Drífu (Þorvaldsdóttur) hjá okkur, þannig við þurftum að prufa eitthvað nýtt og notuðum leikinn í það," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira