Harpa Þorsteinsdóttir hefur gert nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Stjörnunnar en það kemur fram á Fótbolti.net.
Harpa var markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar með 28 mörk en Stjarnan hafði mikla yfirburði á mótinu í sumar. Liðið vann alla sína leiki og skoraði 69 mörk en fékk aðeins sex á sig. Harpa var valinn leikmaður ársins í deildinni.
Eftir tímabilið lét svo Þorlákur Árnason af störfum sem þjálfari liðsins og Ólafur Guðbjörnsson ráðinn í hans stað.
