Veiðileyfasölu hætt vegna brunans í fyrra 25. júní 2013 08:55 Ekki eru lengur seld veiðileyfi í vötnunum tveimur vegna brunans sem varð í Laugardal í fyrra. Hætt hefur verið sölu veiðileyfa í vötnunum tveimur í Laugardal í Ísafjarðardjúpi, Efstadalsvatni og Laugabólsvatni, að sögn Haraldar Júlíussonar, stjórnarmanns í veiðifélagi Laugardalsár. Ágæt silungsveiði hefur verið í vötnunum undanfarin ár. Ákvörðunin var tekin vegna brunans sem varð í fyrrasumar í Hrossatanga í Laugardal. Þar brunnu um 14-15 hektarar af landi vegna þess að einhver kastaði sígarettu þar sem var mikið af þurru hrísi og lyngi. "Þetta hefur verið vinsælt en því miður er ekki hægt að verða við því lengur að leyfa fólki veiða á svæðinu. Menn þora ekki að hleypa fólki í þetta,“ segir Haraldur.hordur@bb.is Stangveiði Mest lesið Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Aukin veiði á maðk í Dölum umdeild Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Haltu línunum vel við Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði
Hætt hefur verið sölu veiðileyfa í vötnunum tveimur í Laugardal í Ísafjarðardjúpi, Efstadalsvatni og Laugabólsvatni, að sögn Haraldar Júlíussonar, stjórnarmanns í veiðifélagi Laugardalsár. Ágæt silungsveiði hefur verið í vötnunum undanfarin ár. Ákvörðunin var tekin vegna brunans sem varð í fyrrasumar í Hrossatanga í Laugardal. Þar brunnu um 14-15 hektarar af landi vegna þess að einhver kastaði sígarettu þar sem var mikið af þurru hrísi og lyngi. "Þetta hefur verið vinsælt en því miður er ekki hægt að verða við því lengur að leyfa fólki veiða á svæðinu. Menn þora ekki að hleypa fólki í þetta,“ segir Haraldur.hordur@bb.is
Stangveiði Mest lesið Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Aukin veiði á maðk í Dölum umdeild Veiði 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Haltu línunum vel við Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Gljúfurá opnar vel eins og flestar ár á landinu Veiði