Ákveðinn heiður en frekar undarlegt Álfrún skrifar 5. janúar 2013 08:00 Tveggja ára gömul mynd Katrínar Bragadóttur prýðir stuttermaboli frá merkinu Pyrex Vision. Myndin var tekin af Flickr-síðu Katrínar og hyggst hún leita réttar sín. Fréttablaðið/Valli „Þetta er í senn frekar undarlegt, stórmerkilegt og ákveðinn heiður líka,“ segir áhugaljósmyndarinn Katrín Þóra Bragadóttir sem nýverið uppgötvaði að ljósmynd úr hennar smiðju er prentuð á stuttermaboli frá merkinu Pyrex Vision. Merkið er í eigu stílista rapparans Kanye West, Virgil Abloh. Um er að ræða tveggja ára gamla ljósmynd sem Katrín tók af Bryndísi vinkonu sinni. Myndina er að finna á Flickr-síðu Katrínar þar sem hún deilir gjarna myndum sínum. „Það hefur einhver tekið myndina mína af Flickr-síðunni og sett í umferð á Tumblr þar sem Abloh hefur fundið hana og heillast. Mér er alveg sama þótt einhver deili myndunum mínum en það er annað þegar hún er prentuð á fatnað og söluvöru án þess að láta vita eða biðja um leyfi. Hver bolur kostar um 85 dollara stykkið svo þeir ekki ódýrir.“ Abloh er frægur stílisti í Hollywood sem meðal annars sér um að klæða Kanye West og rapparann ASAP Rocky. Báðir hafa þeir sést klæðast bolum og peysum frá merki stílistans með mynd Katrínar við hin ýmsu tilefni. „Mér var sagt frá þessu í október og hef haft samband við lögfræðing til að skoða hvernig ég get snúið mér í þessu máli. Mér skilst að rétturinn sé allur mín megin og það er í raun merkilegt að myndinni sé bara stolið án þess að hafa samband við höfundinn,“ segir Katrín, en það var fyrirsætan sjálf, Bryndís, sem rakst á myndina af sér á netinu og lét Katrínu vita. „Henni finnst þetta bara frekar gaman og auðvitað fyndið líka. Þetta er mjög fyndið allt saman.“ Katrín hefur ekkert svar fengið að utan en hyggst hafa samband við Myndstef á næstu dögum til að ganga frekar á eftir þessum málum. Hún viðurkennir þó að það sé óneitanlega ákveðinn heiður að jafn frægur rappari og Kanye West klæðist bol með mynd eftir hana. „Það er auðvitað heiður. Ég er reyndar ekki neinn sérstakur aðdáandi West og þykir merkilegra að ASAP Rocky klæðist myndinni minni. Þetta er samt stuldur á mynd sem ég á fullan höfundarrétt á. Við sjáum hvað setur.“ Tengdar fréttir Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. 5. janúar 2013 08:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta er í senn frekar undarlegt, stórmerkilegt og ákveðinn heiður líka,“ segir áhugaljósmyndarinn Katrín Þóra Bragadóttir sem nýverið uppgötvaði að ljósmynd úr hennar smiðju er prentuð á stuttermaboli frá merkinu Pyrex Vision. Merkið er í eigu stílista rapparans Kanye West, Virgil Abloh. Um er að ræða tveggja ára gamla ljósmynd sem Katrín tók af Bryndísi vinkonu sinni. Myndina er að finna á Flickr-síðu Katrínar þar sem hún deilir gjarna myndum sínum. „Það hefur einhver tekið myndina mína af Flickr-síðunni og sett í umferð á Tumblr þar sem Abloh hefur fundið hana og heillast. Mér er alveg sama þótt einhver deili myndunum mínum en það er annað þegar hún er prentuð á fatnað og söluvöru án þess að láta vita eða biðja um leyfi. Hver bolur kostar um 85 dollara stykkið svo þeir ekki ódýrir.“ Abloh er frægur stílisti í Hollywood sem meðal annars sér um að klæða Kanye West og rapparann ASAP Rocky. Báðir hafa þeir sést klæðast bolum og peysum frá merki stílistans með mynd Katrínar við hin ýmsu tilefni. „Mér var sagt frá þessu í október og hef haft samband við lögfræðing til að skoða hvernig ég get snúið mér í þessu máli. Mér skilst að rétturinn sé allur mín megin og það er í raun merkilegt að myndinni sé bara stolið án þess að hafa samband við höfundinn,“ segir Katrín, en það var fyrirsætan sjálf, Bryndís, sem rakst á myndina af sér á netinu og lét Katrínu vita. „Henni finnst þetta bara frekar gaman og auðvitað fyndið líka. Þetta er mjög fyndið allt saman.“ Katrín hefur ekkert svar fengið að utan en hyggst hafa samband við Myndstef á næstu dögum til að ganga frekar á eftir þessum málum. Hún viðurkennir þó að það sé óneitanlega ákveðinn heiður að jafn frægur rappari og Kanye West klæðist bol með mynd eftir hana. „Það er auðvitað heiður. Ég er reyndar ekki neinn sérstakur aðdáandi West og þykir merkilegra að ASAP Rocky klæðist myndinni minni. Þetta er samt stuldur á mynd sem ég á fullan höfundarrétt á. Við sjáum hvað setur.“
Tengdar fréttir Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. 5. janúar 2013 08:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. 5. janúar 2013 08:00