Annað ár úlfsins fram undan 8. janúar 2013 10:00 Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfirsku rappsveitina Úlfur Úlfur en þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu. „Við erum að vinna í nýrri plötu og það gengur ógeðslega vel," segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, en sveitin fagnar um þessar mundir ársafmæli plötunnar Föstudagurinn langi, þeirrar fyrstu frá sveitinni. „Ég er ófeiminn við að fullyrða að nýja efnið hljómar miklu betur en allt sem við höfum áður gert," bætir Arnar við. Það eru stór orð í ljósi árangurs fyrri plötunnar, en lög af henni voru með þeim mest spiluðu á útvarpsstöðvunum FM957 og Flass. Auk þess var lagið Ég er farinn valið lag ársins á hlustendaverðlaunum FM957. „Við erum búnir að vera að taka upp efni á plötuna síðasta hálfa árið," segir Arnar. Hið vinsæla lag Blóð og sígarettur, sem sveitin hljóðritaði eftir að síðasta plata kom út, fær ekki að vera með á plötunni. „Það er bara í lausu lofti á milli platna." Arnar vill engu lofa um útgáfudag plötunnar, en segir nýtt lag væntanlegt í spilun innan skamms. „Það heitir Sofðu vel og við erum að fara að taka upp myndband við það núna í janúar," segir Arnar. Hann segir lagið væntanlegt fljótlega eftir það. Tónlist Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Árið 2012 var einstaklega gæfuríkt fyrir skagfirsku rappsveitina Úlfur Úlfur en þetta vinsæla tríó er staðráðið í að toppa sig tónlistarlega á nýja árinu. „Við erum að vinna í nýrri plötu og það gengur ógeðslega vel," segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur, en sveitin fagnar um þessar mundir ársafmæli plötunnar Föstudagurinn langi, þeirrar fyrstu frá sveitinni. „Ég er ófeiminn við að fullyrða að nýja efnið hljómar miklu betur en allt sem við höfum áður gert," bætir Arnar við. Það eru stór orð í ljósi árangurs fyrri plötunnar, en lög af henni voru með þeim mest spiluðu á útvarpsstöðvunum FM957 og Flass. Auk þess var lagið Ég er farinn valið lag ársins á hlustendaverðlaunum FM957. „Við erum búnir að vera að taka upp efni á plötuna síðasta hálfa árið," segir Arnar. Hið vinsæla lag Blóð og sígarettur, sem sveitin hljóðritaði eftir að síðasta plata kom út, fær ekki að vera með á plötunni. „Það er bara í lausu lofti á milli platna." Arnar vill engu lofa um útgáfudag plötunnar, en segir nýtt lag væntanlegt í spilun innan skamms. „Það heitir Sofðu vel og við erum að fara að taka upp myndband við það núna í janúar," segir Arnar. Hann segir lagið væntanlegt fljótlega eftir það.
Tónlist Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira