Amour frumsýnd á Íslandi annað kvöld 10. janúar 2013 19:30 Kvikmyndin Amour er fimmta myndin í sögunni sem er bæði tilnefnd sem besta mynd og sem besta erlenda mynd á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún er einnig tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit og aðalleikkonu. Myndin segir frá hjónunum Georges og Anne. Þau eru fyrrverandi píanókennarar sem hafa sest í helgan stein. Einn dag veikist Anne og í ljós kemur að hún þarf að gangast undir aðgerð eigi hún að ná bata. Aðgerðin heppnast þó ekki sem skyldi og er Anne bundin við hjólastól eftir hana. Hún fær eiginmann sinn til að lofa sér því að senda hana hvorki á elliheimili né aftur á spítala og verður Georges við bón hennar. Heilsu Anne hrakar þó enn frekar þegar hún fær heilablóðfall og neyðist Georges að takast á við gjörbreyttar aðstæður endurmeta framtíð þeirra beggja. Dóttir þeirra hjóna, Eva, sem búsett er erlendis, kemur heim og reynir að sannfæra föður sinn um að senda Anne á elliheimili þar sem hún fengi þá aðstoð sem hún þarfnast. Georges neitar að verða við þeirri ósk því þá yrði hann svíkja loforðið sem hann hafði gefið eiginkonu sinni. Amour hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra auk þess sem hún hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í flokkunum besti leikur í aðalhlutverki karla, besti leikur í aðalhlutverki kvenna, besta leikstjórn og besta mynd ársins. Austurríkismenn fagna einnig góðri uppskeru hennar í tilnefningum til Óskarsverðlauna. Með aðalhlutverk fara Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva og með hlutverk Evu fer Isabelle Huppert. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er hinn þýsk-austurríski Michael Haneke og er sagan byggð á atviki sem átti sér stað í fjölskyldu Hanekes. Myndin hefur fengið frábæra dóma víðast hvar og á vefsíðunni Imdb.com hlýtur hún 8.1 í einkunn. Á kvikmyndavefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur hún 92 prósent frá gagnrýnendum og 87 prósent frá áhorfendum. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kvikmyndin Amour er fimmta myndin í sögunni sem er bæði tilnefnd sem besta mynd og sem besta erlenda mynd á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún er einnig tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit og aðalleikkonu. Myndin segir frá hjónunum Georges og Anne. Þau eru fyrrverandi píanókennarar sem hafa sest í helgan stein. Einn dag veikist Anne og í ljós kemur að hún þarf að gangast undir aðgerð eigi hún að ná bata. Aðgerðin heppnast þó ekki sem skyldi og er Anne bundin við hjólastól eftir hana. Hún fær eiginmann sinn til að lofa sér því að senda hana hvorki á elliheimili né aftur á spítala og verður Georges við bón hennar. Heilsu Anne hrakar þó enn frekar þegar hún fær heilablóðfall og neyðist Georges að takast á við gjörbreyttar aðstæður endurmeta framtíð þeirra beggja. Dóttir þeirra hjóna, Eva, sem búsett er erlendis, kemur heim og reynir að sannfæra föður sinn um að senda Anne á elliheimili þar sem hún fengi þá aðstoð sem hún þarfnast. Georges neitar að verða við þeirri ósk því þá yrði hann svíkja loforðið sem hann hafði gefið eiginkonu sinni. Amour hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra auk þess sem hún hlaut Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í flokkunum besti leikur í aðalhlutverki karla, besti leikur í aðalhlutverki kvenna, besta leikstjórn og besta mynd ársins. Austurríkismenn fagna einnig góðri uppskeru hennar í tilnefningum til Óskarsverðlauna. Með aðalhlutverk fara Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva og með hlutverk Evu fer Isabelle Huppert. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er hinn þýsk-austurríski Michael Haneke og er sagan byggð á atviki sem átti sér stað í fjölskyldu Hanekes. Myndin hefur fengið frábæra dóma víðast hvar og á vefsíðunni Imdb.com hlýtur hún 8.1 í einkunn. Á kvikmyndavefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur hún 92 prósent frá gagnrýnendum og 87 prósent frá áhorfendum.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira