Dan Brown skrifar um Gleðileik Dante 18. janúar 2013 16:00 Dan Brown hefur skrifað spennusögur um kaþólsku kirkjuna, Leonardo Da Vinci og frímúrararegluna en bætir nú við bók um Dante. Dan Brown, höfundur metsólubóka á borð við Da Vinci lykilinn og Engla og djöfla, sendir frá sér nýja bók um miðjan maí næstkomandi. Sú nefnist Inferno, eða Víti eins og það útleggst á íslensku. Bókin gerist á Ítalíu og í henni rannsakar dulmálsfræðingurinn Robert Langdon mál þar sem Hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes er í forgrunni. Tilkynnt var um útgáfu bókarinnar í vikunni. "Þótt ég hafi kynnst Dante á námsárum mínum var það ekki fyrr en nýlega þegar ég var við rannsóknir sem ég áttaði mig á því hvers víðtæk áhrif verk hans hafa haft á nútímann," er haft eftir Brown í fréttatilkynningu og lofar hann lesendum spennuþrunginni sögu þar sem dulmálslyklar og tákn koma við sögu. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Bjartur hefur gefið út fyrri bækur Dans Brown hér á landi og hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Inferno. Samkvæmt upplýsingum frá forlaginu verður bókin send til þýðenda von bráðar og kemur hún því væntanlega út á íslensku fljótlega eftir útgáfu á frummálinu. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Dan Brown, höfundur metsólubóka á borð við Da Vinci lykilinn og Engla og djöfla, sendir frá sér nýja bók um miðjan maí næstkomandi. Sú nefnist Inferno, eða Víti eins og það útleggst á íslensku. Bókin gerist á Ítalíu og í henni rannsakar dulmálsfræðingurinn Robert Langdon mál þar sem Hinn guðdómlegi gleðileikur Dantes er í forgrunni. Tilkynnt var um útgáfu bókarinnar í vikunni. "Þótt ég hafi kynnst Dante á námsárum mínum var það ekki fyrr en nýlega þegar ég var við rannsóknir sem ég áttaði mig á því hvers víðtæk áhrif verk hans hafa haft á nútímann," er haft eftir Brown í fréttatilkynningu og lofar hann lesendum spennuþrunginni sögu þar sem dulmálslyklar og tákn koma við sögu. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Bjartur hefur gefið út fyrri bækur Dans Brown hér á landi og hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Inferno. Samkvæmt upplýsingum frá forlaginu verður bókin send til þýðenda von bráðar og kemur hún því væntanlega út á íslensku fljótlega eftir útgáfu á frummálinu.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira